Þurfa að vera þolinmóð

David Cameron.
David Cameron. AFP

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í dag að það gæti tekið langan tíma að sigra Ríki íslams í Sýrlandi. Breskar herþotur hafa gert loftárásir á sex skotmörk í Sýrlandi síðan lofthernaður Breta þar var samþykktur á breska þinginu í gær.

Átta breskar herþotur til viðbótar komu til Kýpur í dag til að taka þátt í hernaðinum.

Cameron sagði í dag að þjóðin þyrfti að vera „þolinmóð“.

„Þetta er flókið og það sem við erum að biðja flugmennina okkar um að gera er erfitt. Hugur okkar ætti að vera hjá þeim og fjölskyldum þeirra er þeir sinna þessu mikilvæga starfi,“ sagði hann.

Hann sagði það jafnframt það að taka þátt í lofthernaði í Sýrlandi „sé gott fyrir landið“ og að hann hefði verið ánægður að sjá hversu mikinn stuðning þær fengu í þinginu.

Frétt BBC. 

Fyrri frétt mbl.is:

Bretar samþykkja lofthernað

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert