Ísklukka Ólafs komin upp

00:00
00:00

Ísklukka Ólafs Elías­son­ar er nú kom­in upp við Pant­heon torgið í Par­ís í til­efni af loft­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna. Ís­inn jafn­gild­ir tí­unda­hluta þeirr­ar bráðnun­ar sem á sér stað á hverri sek­úndu á græn­lensku sumri.

Ísinn var tek­inn af ís­jök­um skammt frá Nuuk, höfuðborg Græna­lands. Hann var send­ur til Ála­borg­ar í Dan­mörku og verður flutt­ur þaðan til Par­ís­ar. Á torg­inu er ís­hlunk­un­um komið fyr­ir þannig að þeir mynda klukku og munu með tíð og tíma bráðna á tákn­ræn­an hátt.

„Þetta er leið til að gera fyr­ir­liggj­andi gögn raun­veru­leg, til að gefa staðreynd­um til­finn­inga­legt gildi,“ var haft eft­ir jarðfræðing­ur­inn Minik Thor­leif Ros­ing, sem hef­ur verið lista­mann­in­um inn­an hand­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka