Ísklukka Ólafs Elíassonar er nú komin upp við Pantheon torgið í París í tilefni af loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Ísinn jafngildir tíundahluta þeirrar bráðnunar sem á sér stað á hverri sekúndu á grænlensku sumri.
Ísinn var tekinn af ísjökum skammt frá Nuuk, höfuðborg Grænalands. Hann var sendur til Álaborgar í Danmörku og verður fluttur þaðan til Parísar. Á torginu er íshlunkunum komið fyrir þannig að þeir mynda klukku og munu með tíð og tíma bráðna á táknrænan hátt.
„Þetta er leið til að gera fyrirliggjandi gögn raunveruleg, til að gefa staðreyndum tilfinningalegt gildi,“ var haft eftir jarðfræðingurinn Minik Thorleif Rosing, sem hefur verið listamanninum innan handar.