Að minnsta kosti 32 liðsmenn Ríkis íslams létu lífið í loftárásum sem gerðar voru á borgina Raqqa í Sýrlandi í dag. Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights greinir frá þessu. Að sögn Rami Abdel Raham, formanns SOHR eru 40 liðsmenn samtakanna þar að auki særðir. Um 15 loftárásir var að ræða á vegum bandalags Vesturríkja sem er leitt af Bandaríkjunum.
Að sögn Raham var sprengjum varpað í norður, austur og suðaustur hluta borgarinnar Raqqa sem er höfuðvígi Ríkis íslams í Sýrlandi. Tölur yfir látinna kemur aðeins frá einu sjúkrahúsi og því gæti fjöldi látinna hækkað.
Bandalagið hefur gert loftárásir gegn Ríki íslams í Sýrlandi síðan í september. Árásirnar voru hertar í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í síðasta mánuði sem Ríki íslams lýsti ábyrgð yfir.
Bretar ákváðu í síðustu viku að taka þátt í lofthernaði í Sýrlandi eftir miklar umræður í breska þinginu. Þýskir þingmenn ákváðu að gera það sama á föstudaginn.
Raqqa er eitt helsta skotmark loftárása, bæði frá fyrrnefndu bandalagi en líka frá sýrlenska stjórnarhernum og Rússum en þeir hófu loftárásir í Sýrlandi seint í september.