Þjóðfylkingin leiðir í Frakklandi

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, var að vonum ánægð þegar …
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, var að vonum ánægð þegar hún fékk að heyra fyrstu tölur. AFP

Þjóðfylk­ing Mar­ine Le Pen virðist hafa unnið góðan sig­ur í fyrstu um­ferð héraðskosn­ing­anna í Frakklandi. Flokk­ur­inn er með leiðir í 6 af 13 héruðum á meg­in­landi Frakk­lands.

Þetta eru fyrstu kosn­ing­arn­ar sem fara fram í land­inu í kjöl­far hryðju­verka­árás­anna í Par­ís í síðasta mánuði. Þar féllu 130 fyr­ir hendi vopnaðra manna. 

Lýðræðis­flokk­ur Nicolas Sar­kozy, fyrr­ver­andi Frakk­lands­for­seta, virðist vera í öðru sæti og Sósí­al­ista­flokk­ur nú­ver­andi for­seta, Franco­is Hollande, í því þriðja.

Útgöngu­spár benda til þess að Þjóðfylk­ing­in hafi fengið 30,8% at­kvæða, UMP hafi fengið 27,2% og Sósí­al­ista­flokk­ur­inn 22,7%, að því er fram kem­ur á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert