Yfirbuguðu farþega í miðju flugi

AFP

Áhöfn og farþegar um borð í farþegaþotu þýska flug­fé­lags­ins Luft­hansa yf­ir­buguðu karl­mann sem var að eiga við dyr þot­unn­ar í dag. Vél­in var að fljúga frá Frankfurt í Þýskalandi til Belgrað í Serbíu.

Andreas Bartels, talsmaður Luft­hansa, seg­ir að farþeg­inn hafi staðið upp og byrjað að gera eitt­hvað við dyrn­ar. Hon­um tókst hins veg­ar ekki að gera mikið þar sem áhöfn­in og farþegar gripu inn í. 

Bartels seg­ir að farþeg­an­um hafi verið komið fyr­ir í sæti og haldið þar, eða þar til vél­in lenti í Serbíu. Þar tóku þarlend yf­ir­völd við mann­in­um.

„Þetta eru venju­leg­ar dyr, sem maður get­ur ekki opnað i miðju flugi [...] þetta voru ekki dyr að flug­stjórn­ar­klef­an­um,“ seg­ir Bartels enn­frem­ur og vísaði þar með á bug frétt­um þess efn­is sem höfðu birst í serbnesk­um frétt­um.

„Flu­gör­yggi var ekki ógnað og vél­in lenti ör­ugg­lega í Belgrað.“

Talsmaður­inn neit­ar að gefa upp upp­lýs­ing­ar um nafn eða þjóðerni farþeg­ans. Þá vill hann ekki gefa upp hvað maður­inn sagði á meðan þessu stóð. 

Farþegi hef­ur aðra sögu að segja

Serbneska rík­is­sjón­varpið greindi frá því að lög­regl­an hefði hand­tekið karl­mann frá Jórdan­íu er hann reyndi að brjót­ast inn í flug­stjórn­ar­klefa vél­ar­inn­ar. Þar seg­ir enn­frem­ur að maður­inn hafi staðið skyndi­lega upp í miðju flugi, byrjað að berja á hurðina og kraf­ist þess að fá að kom­ast inn. Þá hafi hann hótað að opna dyrn­ar á meðan vél­in, sem er af gerðinni Air­bus A319, var á flugi yfir Aust­ur­ríki. 

Fjöl­miðlar í Serbíu segja að maður­inn hafi verið með banda­rískt vega­bréf. Þeir segja einnig, að hann hafi hrópað að hann hefði viljað hitta Allah ásamt öll­um hinum farþeg­un­um. 

Áhöfn­in og liðsmenn úr serbnesku hand­boltaliði yf­ir­buguðu mann­inn og héldu hon­um þar til vél­in lenti í Serbíu. 

Milj­an Djukic, for­seti hand­bolta­fé­lags­ins, var um borð. Hann sagði í sam­tali við fjöl­miðla að maður­inn hefði virkað mjög tauga­óstyrk­ur áður en hann gekk um borð. 

„Ég ræddi stutt­lega við hann og hann var mjög tauga­óstyrk­ur. Áður en vél­in tók á loft, þá höfðu flugþjón­arn­ir beðið hann um að skipta um sæti í þrígang,“ sagði Djukic í sam­tali við frétta­stöðina Moja Prva í Serbíu.

„Þegar hann stóð upp, þá gekk hann í gegn­um viðskiptafar­rýmið og hóf að berja á hurðina og krafðist þess að dyrn­ar yrðu opnaðar,“ sagði Djukic jafn­framt.

„Ein­um úr áhöfn­inni og ein­um af þjálf­ur­un­um okk­ar tókst að róa mann­inn og sann­færa hann um setj­ast niður.“

Hann bæt­ir við að menn­irn­ir og tveir aðrir úr liðinu hefðu setið hjá mann­in­um og séð til þess að hann héldi ró sinni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert