Dregur úr útblæstri á þessu ári

Loftlagsráðstefnan í París er í fullum gangi þessa dagana.
Loftlagsráðstefnan í París er í fullum gangi þessa dagana. AFP

Líkur eru á að útblástur gróðurhúsalofttegunda standi í stað eða verði örlítið minni á þessu ári en verið hefur. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt í tímaritinu Nature Climate Change.

Ástæðan fyrir þessu er minni notkun kola í Kína, auk þess sem notkun endurnýjanlegra orkugjafa hefur gengið hraðar fyrir sig en reiknað var með, en frá þessu var greint á vefsíðu BBC

Þrátt fyrir þetta telja vísindamennirnir að þetta ástand vari aðeins tímabundið og að útblásturinn muni aukast aftur með þróun nýrra hagkerfa.

Samkvæmt rannsókninni, sem prófessorinn Corinne Le Quere frá háskólanum Austur-Anglia í Bretlandi stjórnaði, er talið að útblástur gróðurhúsalofttegunda frá jarðefnaeldsneyti og iðnaði lækki um 0,6 prósent  á árinu 2015, að því er kom fram á loftslagsráðstefnunni í París.

Útblásturinn jókst einmitt um sömu tölu árið 2014.

Í rannsókninni kemur fram að mestur útblástur gróðurhúsalofttegunda kemur sem fyrr frá Kína, eða 27 prósent af heildarútblæstri í heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert