Pútín vill breska sérfræðinga

Rússnesk Sukhoi Su-24 orrustuþota.
Rússnesk Sukhoi Su-24 orrustuþota. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur boðið breskum sérfræðingum að taka þátt í að skoða flugrita, svokallaðan svartan kassa, úr rússneskri Su-24 orrustuþotu sem Tyrkir skutu niður í síðasta mánuði. Bretar höfðu áður boðið fram aðstoð sína samkvæmt frétt AFP.

Deilur hafa staðið yfir á milli Tyrkja og Rússa vegna málsins en tyrknesk stjórnvöld segja að þotan hafi verið innan þeirra lofthelgi þegar hún var skotin niður af tyrkneskri orrustuþotu. Því hafna Rússar og segja þotuna hafa verið í lofthelgi Sýrlands. Rússar segja að sýrlenskir sérsveitarmenn hafi haft upp á flugritanum og komið honum í hendur þeirra.

Forsætisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, sagði í gær að ríkisstjórn sín væri reiðubúin að vinna með Rússum að því að hindra að til slíkra árekstra kæmi aftur. Hann sakaði á sama tíma Rússa um þjóðernishreinsanir í Sýrlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert