Kristnar konur gegn Ríki íslams

Ormia er ein þeirra kristnu kvenna sem berjast gegn Ríki …
Ormia er ein þeirra kristnu kvenna sem berjast gegn Ríki íslams í Sýrlandi. AFP

Fjöl­marg­ar kristn­ar kon­ur í Sýr­landi hafa tekið upp vopn í bar­átt­unni gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um Ríki íslams. Ein þeirra er Ba­bylonia sem seg­ist í sam­tali við frétta­veit­una AFP ekki sjá eft­ir að hafa yf­ir­gefið tvö börn sín og starf sitt sem hár­greiðslu­kona til þess að ganga til liðs við sér­staka her­sveit krist­inna kvenna sem berj­ast gegn sam­tök­un­um.

Ba­bylonia, sem er 36 ára og til­heyr­ir kristn­um söfnuði í norðaust­ur­hluta Sýr­lands, seg­ist sakna barn­anna sinna mikið en hún telji sig vera að gera framtíðina ör­ugg­ari fyr­ir börn­in sín með þátt­töku sinni í stríðinu gegn Ríki íslams. Fleiri kon­ur hafa tekið upp vopn gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um en kristn­ar og þar á meðal kúr­dísk­ar kon­ur.

Frétt mbl.is: Kon­urn­ar í bar­átt­unni gegn Ríki íslams

Her­deild Ba­byloniu er enn sem komið er ekki stór en hún var sett á lagg­irn­ar fyr­ir skömmu. Fimm­tíu hafa lokið þjálf­un í búðum þeirra í bæn­um Al-Qa­ht­an­iyeh. En kon­urn­ar eru staðráðnar í að sanna sig í bar­átt­unni gegn Ríki íslams seg­ir í frétt­inni. Eig­inmaður Ba­byloniu hvatti hana til að taka upp vopn en hann hef­ur einnig bar­ist gegn hryðju­verka­sam­tök­un­um.

Einnig er rætt við Luciu sem er 18 ára og hætti námi til þess að taka þátt í stríðinu gegn Ríki íslams. Syst­ir henn­ar gerði það einnig gegn vilja móður þeirra. Ormia, sem einnig er 18 ára, seg­ist ekki ótt­ast Ríki íslams og sama seg­ir Sam­ir 24 ára. Þær hafa þegar tekið þátt í bar­dög­um og segj­ast reiðubún­ar til þess að vera í fremstu víg­línu gegn hryðju­verka­mönn­un­um.

Kon­urn­ar hafa bar­ist við hlið ný­stofnaðs hers sem sam­an­stend­ur af kristn­um mönn­um, Kúr­d­um og aröb­um og kall­ast Sýr­lensku lýðræðis­sveit­irn­ar. Her­inn hef­ur náð veru­leg­um ár­angri og frelsað fjöl­mörg þorp und­an Ríki íslams með aðstoð loft­h­ers Banda­ríkj­anna og banda­manna þeirra. Banda­ríkja­menn hafa einnig sent hern­um her­gögn.

AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert