Trump „ógnar þjóðarörygginu“

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skaut föstum skotum á forsetaframbjóðandann og auðkýfinginn Donald Trump í dag. Sagði hann ummæli Trumps um að banna ætti múslimum að koma til Bandaríkjanna „ógna þjóðaröryggi“ landsins.

„Það að banna fólk einungis vegna þess að það tilheyrir ákveðnum trúarbrögðum, það gengur einfaldlega alfarið í berhögg við öll grundvallargildi þjóðar okkar sem eru reist á umburðarlyndi,“ sagði Kerry í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC. Ummæli Trumps, sem féllu í kjölfar skotárásar í Kaliforníu í Bandaríkjunum, hafa verið harðlega gagnrýnd víða um heim.

Kerry sagði ummælin ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna í ljósi þess að þau lýstu vilja manns, sem væri í framboði til æðsta embættis landsins, til þess að mismuna fólki vegna trúar þess. Hugmyndir Trumps væru ávísun á mjög hættulega utanríkisstefnu. Ummælin kæmu sér vel fyrir öfgasinnaða múslima sem reyndu að fá fleiri í sínar raðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka