Stikilsberja-Finnur tekinn af námskrá

Kápa fyrstu bandarísku útgáfu bókarinnar.
Kápa fyrstu bandarísku útgáfu bókarinnar. Ljósmynd/Wikipedia

Stjórn­end­ur skóla í Phila­delp­hia í Banda­ríkj­un­um hafa ákveðið að taka skáld­sög­una Ævin­týri Stik­ils­berja-Finns af nám­skrá. Ástæðan er sú að þeim þykir „sam­fé­lags­leg­ur kostnaður“ lestr­ar bók­ar­inn­ar vega þyngra en „bók­mennta­leg­ur ávinn­ing­ur“.

Stik­ils­berja-Finn­ur er hug­ar­fóst­ur Mark Twain en per­són­an kom fyrst fram á sjón­ar­sviðið í Ævin­týr­um Tom Sawyer. Í sög­unni um Finn seg­ir m.a. frá því hvernig hann slepp­ur frá áfeng­is­sjúk­um föður sín­um með því að sviðsetja eig­in dauða og hitt­ir strokuþræl­in Jim.

Er­nest Hem­ingway sagði eitt sinn að banda­rísk­ar nú­tíma­bók­mennt­ir ættu ræt­ur sín­ar að rekja til skál­sögu Twain um Stik­ils­berja-Finn en sam­kvæmt American Li­brary Associati­on er hún jafn­framt meðal um­deild­ustu bóka allra tíma.

Ævin­týri Stik­ils­berja-Finns kom fyrst út árið 1884 og var bönnuð í Concord í Massachusetts árið 1885, þar sem hún þótti aðeins hæf til lestr­ar í fá­tækra­hverf­um. Í dag þykir hún ögr­andi þar sem orðið „nigg­ari“ kem­ur fyr­ir 200 sinn­um í text­an­um og í út­gáfu frá 2011 var orðinu skipt út fyr­ir „þræll“.

Það er á þess­um for­send­um sem stjórn­end­ur Friends' Central School í Mont­gomery-sýslu hafa ákveðið að taka skáld­sög­una af nám­skrá en nem­end­ur munu áfram geta nálg­ast bók­ina á bók­safni skól­ans.

Guar­di­an sagði frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert