Hernaðarbandalag 34 landa

Kosningar fóru fram í Sádi-Arabíu í síðustu viku og í …
Kosningar fóru fram í Sádi-Arabíu í síðustu viku og í fyrsta skipti fá konur í landinu að kjósa. AFP

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu tilkynntu í dag stofnun hernaðarbandalags 34 landa, þar á meðal Egyptalands, Tyrklands og ríkja við Persaflóann. Markmið bandalagsins er að berjast gegn hryðjuverkasamtökum í íslömskum ríkjum.

Það er Sádi-Arabía sem leiðir bandalagið en Íran, Írak og Sýrland eru ekki meðal þátttakenda í bandalaginu. Höfuðstöðvar þess verða í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu. Í frétt SPA-ríkisfréttastofunnar kemur fram að þar verði hernaðaraðgerðir skipulagðar gegn hryðjuverkasamtökum. 

Aðildarríkin eru í Mið-Austurlöndum, Afríku og Asíu. Bandarísk yfirvöld hafa hvatt til þess að fleiri ríki taki þátt í baráttunni gegn íslömskum öfgasamtökum í Írak og Sýrlandi og telja að Tyrkir verði að auka viðbúnað á landamærum sínum við Sýrland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert