Hernaðarbandalag 34 landa

Kosningar fóru fram í Sádi-Arabíu í síðustu viku og í …
Kosningar fóru fram í Sádi-Arabíu í síðustu viku og í fyrsta skipti fá konur í landinu að kjósa. AFP

Stjórn­völd í Sádi-Ar­ab­íu til­kynntu í dag stofn­un hernaðarbanda­lags 34 landa, þar á meðal Egypta­lands, Tyrk­lands og ríkja við Persa­fló­ann. Mark­mið banda­lags­ins er að berj­ast gegn hryðju­verka­sam­tök­um í ís­lömsk­um ríkj­um.

Það er Sádi-Ar­ab­ía sem leiðir banda­lagið en Íran, Írak og Sýr­land eru ekki meðal þátt­tak­enda í banda­lag­inu. Höfuðstöðvar þess verða í Ríad, höfuðborg Sádi-Ar­ab­íu. Í frétt SPA-rík­is­frétta­stof­unn­ar kem­ur fram að þar verði hernaðaraðgerðir skipu­lagðar gegn hryðju­verka­sam­tök­um. 

Aðild­ar­rík­in eru í Mið-Aust­ur­lönd­um, Afr­íku og Asíu. Banda­rísk yf­ir­völd hafa hvatt til þess að fleiri ríki taki þátt í bar­átt­unni gegn ís­lömsk­um öfga­sam­tök­um í Írak og Sýr­landi og telja að Tyrk­ir verði að auka viðbúnað á landa­mær­um sín­um við Sýr­land.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert