Auðugum veiðimönnum rænt í Írak

Meðal veiðimannanna voru meðlimir fjölskyldu emírsins í Katar.
Meðal veiðimannanna voru meðlimir fjölskyldu emírsins í Katar. AFP

Byssu­menn námu að minnsta kosti 26 Kat­ara á brott í suður­hluta Írak í dag, þar sem Kat­ar­arn­ir voru við veiðar. Um er að ræða annað um­fangs­mikla mann­ránið á út­lend­ing­um í land­inu á þrem­ur mánuðum.

Í sept­em­ber sl. voru 18 Tyrk­ir numd­ir á brott í Bagdad, en bæði Tyrk­land og Kat­ar eiga í deil­um við ýmsa hópa í Írak. Tyrk­neska hópn­um var sleppt ómeidd­um.

Að sögn Faleh al-Zaya­di, rík­is­stjóra Mut­hanna, voru Katar­an­ir í búðum sín­um nærri Bass­iyah þegar tug­ir bys­su­m­anna létu til skar­ar skríða. Í hóp Kat­ar­anna voru m.a. meðlim­ir fjöl­skyldu emírs­ins.

Rík­is­stjór­inn sagði að mann­ræn­ingjarn­ir hefðu komið á 50 bif­reiðum bún­um vél­byss­um. Tveir írask­ir ör­ygg­is­verðir voru meðal þeirra sem voru tekn­ir en þeim var síðar sleppt.

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Kat­ar hef­ur sett sig í sam­band við stjórn­völd í Írak til að fá upp­lýs­ing­ar um mann­ránið og freista þess að fá fólkið laust sem fyrst. Hóp­ur­inn var með leyfi fyr­ir veiðunum frá íraska inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Efnaðir veiðimenn frá ríkj­um við Persa­flóa ferðast til Pak­ist­an, Af­gan­ist­an og Írak til veiða, en þar eru regl­ur um veiðar á ákveðnum dýra­teg­und­um ekki jafn strang­ar og heima fyr­ir.

Þeir mæta hins veg­ar ákveðnum fjand­skap í Írak, m.a. vegna stefnu Persa­flóa­ríkj­anna varðandi borg­ara­styrj­öld­ina í Sýr­landi og meinta aðkomu þeirra að upp­gangi hryðju­verka­sam­tak­anna Rík­is íslams.

Kat­ar hef­ur fjár­magnað bar­daga­menn­ina sem berj­ast gegn sveit­um Bash­ar al-Assad Sýr­lands­for­seta.

Frétt mbl.is: Um­fangs­mikið mann­rán í eyðimörk­inni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka