Barnalegasta blaðamennska allra tíma?

Hvers vegna er Katrín svona þreytuleg, spurði Daily Mail. Og …
Hvers vegna er Katrín svona þreytuleg, spurði Daily Mail. Og blaðamaðurinn reyndi að lesa hugsanir hertogaynjunnar.

„Til að orða það kurt­eis­lega, þetta er eitt hlægi­leg­asta og barna­leg­asta dæmi um blaðamennsku sem ég hef séð, jafn­vel miðað við þau viðmið sem eru til staðar þegar kem­ur að frétt­um af kónga­fólki,“ skrif­ar Roy Greenslade, pistla­höf­und­ur The Guar­di­an um frétt Daily Mail af „þreytu­legu“ og „hrukk­óttu“ her­togaynj­unni Katrínu sem birt var á forsíðu blaðsins í vik­unni.

Greenslade er pró­fess­or í fjöl­miðla­fræðum við City Uni­versity. Hann var rit­stjóri götu­blaðsins Daily Mirr­or á ár­un­um 1990-91.

„The Daily Mail kom með fá­rán­leg­ar staðhæf­ing­ar um her­togaynj­una af Cambridge byggða á nokkr­um mynd­um af henni sem tekn­ar voru úti á götu,“ skrif­ar Greenslade.

Á forsíðunni sló blaðið mál­inu upp, birti stóra mynd af Katrínu og fyr­ir­sögn­in var: „Finn­ur þú fyr­ir álagi jól­anna, Kate?“

Á bls. 3 í blaðinu var svo áfram fjallað um málið þar sem m.a. stóð: Sum­ir net­verj­ar hafa gefið í skin að Katrín, vaf­in inn í 325 punda jakka frás Reiss hafi litið út fyr­ir að vera nær fer­tugu en þrítugu.“

Greenslade seg­ir að þarna beiti blaðamaður­inn gömlu verk­færi. Með því að segja að aðrir haldi hinu og þessu fram varpi hann frá sér ábyrgðinni á um­mæl­um.

„Ég held ekk­ert upp á kónga­fjöl­skyld­una, ég er eft­ir allt sam­an lýðveld­issinni, en ég þekki órétt­læti þegar ég sé það. Þetta var al­gjör­lega fyr­ir neðan belt­isstað,“ skrif­ar Greenslade.

Hann seg­ir að blaðamaður Daily Mail hafi reynt að út­skýra það sem sjá mátti á mynd­un­um, t.d. með því að segja það væri nú ekki auðvelt að vera móðir og vera und­ir miklu vinnu­álagi í þokka­bót.

Greenslade seg­ir svo mikla hræsni fólgna í því þegar blaðamaður þyk­ist lesa hugs­an­ir Katrín­ar, s.s. að hún sé helsti gagn­rýn­andi sjálfr­ar sín. Þá skrif­ar blaðamaður­inn einnig nokkr­ar ráðlegg­ing­ar til her­togaynj­unn­ar: „Þess­ar mynd­ir gætu kannski sýnt henni og verið sú viðvör­un sem hún þarf til að gera það sem flest­ir eru ör­ugg­lega að grát­biðja hana um að gera: Að hægja á sér, láta af full­komn­un­ar­árátt­unni og taka sér verðskuldaða hvíld. Það eru jú jól­in.“

Greenslade seg­ir að blaðamaður­inn, Sarah Vine, ætti að skamm­ast sín. 

Frétt mbl.is: Sögðu her­togaynj­una þreytu­lega og með hrukk­ur

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka