Svíar gera skilríki að skilyrði

Eyrarsundsbrúin.
Eyrarsundsbrúin. Wikipedia

Sænska þingið hef­ur samþykkt um­deilt laga­frum­varp um að könnuð verði skil­ríki allra þeirra sem ferðast með lest­um og rút­um yfir Eyr­ar­sunds­brúna frá Dan­mörku og með ferj­um m.a. frá Þýskalandi. Sam­tals greiddu 175 þing­menn at­kvæði með samþykkt frum­varps­ins, 39 voru and­víg­ir þeim og 117 sátu hjá. Lög­in taka gildi 21. des­em­ber en koma til fram­kvæmda 4. janú­ar.

Sam­kvæmt lög­un­um verður fyr­ir­tækj­un­um sem reka sam­göngu­mann­virki og -far­ar­tæki gert að fram­fylgja eft­ur­lit­inu. Stétt­ar­fé­lög hafa gagn­rýnt það að fé­lags­mönn­um þeirra verði gert að sinna störf­um sem þau telja að hið op­in­bera eigi að sjá um. Gert er ráð fyr­ir að fyr­ir­komu­lagið gildi í þrjú ár sam­kvæmt frétta­vefn­um Thelocal.se.

Hægri- og miðju­flokk­ar sátu hjá en breyt­inga­til­laga þeirra um að miðað yrði við sex mánuði náði ekki fram að ganga. Miðflokk­ur­inn og Vinstri­flokk­ur­inn greiddu at­kvæði gegn laga­frum­varp­inu. Frum­varpið var hins veg­ar samþykkt með at­kvæðum Jafnaðarmanna og Græn­ingja, sem standa að baki nú­ver­andi minni­hluta­stjórn, og at­kvæðum Svíþjóðardemó­krata.

„Við mun­um ekki geta staðið við alþjóðleg­ar sátt­mála um rétt­inn til hæl­is með þessu frum­varpi. Þetta er gríðarlega al­var­legt. Við erum að leggja til lok­un landa­mæra inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins,“ sagði Tor­björn Björ­lund, þingmaður Vinstri­flokks­ins, meðal ann­ars í umræðum í sænska þing­inu um málið. 

Enn­frem­ur seg­ir í frétt­inni að nokkr­ir þing­menn Græn­ingja hafi fyr­ir at­kvæðagreiðsluna gagn­rýnt laga­frum­varpið en þegar upp var staðið hafi aðeins einn þeirra greitt at­kvæði gegn því og ann­ar setið hjá. Þá hafi einn þingmaður jafnaðarmanna einnig setið hjá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert