Tveir teknir af lífi í Japan

Dómsmálaráðherra Japans, Mitsuhide Iwaki, greindi frá aftökunum í dag.
Dómsmálaráðherra Japans, Mitsuhide Iwaki, greindi frá aftökunum í dag. AFP

Tveir fang­ar voru tekn­ir af lífi í Jap­an í dag og er ann­ar þeirra sá fyrsti sem er tek­inn af lífi eft­ir að hafa verið dæmd­ur til dauða af kviðdóm. Alls hafa 14 verið tekn­ir af lífi í Jap­an frá því Shinzo Abe, for­sæt­is­ráðherra, komst til valda seint á ár­inu 2012.

Sumitos­hi Tsuda, 63 ára, var hengd­ur fyr­ir að hafa myrt þrjá í borg­inni Kawasaki í maí 2009. Það sama ár voru gerðar breyt­ing­ar á dóms­kerf­inu í land­inu og vald al­menn­ings aukið, meðal ann­ars með því að taka þátt í kviðdómi. Tsuda var dæmd­ur til dauða af kviðdómi. Alls hafa síðan þá 26 verið dæmd­ir til dauða í Jap­an af kviðdómi.

Kazuyuki Waka­bayashi var síðan tek­inn af lífi í dag en hann var dæmd­ur til dauða fyr­ir að hafa myrt mæðgur árið 2006 í Iwate.

Jap­an og Banda­rík­in eru einu stóru iðnrík­in í heim­in­um sem enn beita dauðarefs­ing­um. Flest­ir Jap­an­ir styðja dauðarefs­ing­ar en alls eru 127 fang­ar á dauðadeild­um lands­ins.

Þessi mynd er af aftöku í Íran en þar sem …
Þessi mynd er af af­töku í Íran en þar sem ekki liggja fyr­ir mynd­ir af þeim sem voru tekn­ir af lífi í dag þá er þessi mynd notuð úr safni. Am­nesty In­ternati­onal
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Wil­helm Em­ils­son: Mynd
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka