Lykilmaður Hezbollah felldur

Samir Qantar (t.v.) ásamt Hassan Nasrallah, æðsta leiðtoga Hezbollah.
Samir Qantar (t.v.) ásamt Hassan Nasrallah, æðsta leiðtoga Hezbollah. AFP

Skæru­liðasveit­ir Hez­bollah segja að ísra­elsk flug­skeyti hafi grandað ein­um leiðtoga þeirra, Sam­ir Qant­ar í Sýr­landi. Ísra­elsk stjórn­völd hafa ekki svarað ásök­un­un­um en einn ráðherra rík­is­stjórn­ar Ísra­els sagði að það væri gott að fólk eins og Qant­ar væru ekki hluti af heim­in­um.

Qant­ar var sleppt úr haldi Ísra­els­manna árið 2008 í fanga­skipt­um sem þá fóru fram. Hann var fang­elsaður árið 1979 fyr­ir morð á fólki í íbúðablokk í Nahariya í Ísra­el sem hann framdi þegar hann var 16 ára gam­all. Talið er að hann hafi orðið einn helsti leiðtogi Hez­bollah eft­ir að hon­um var sleppt úr haldi.

Sam­tök­in hafa sent hundruð liðsmanna sinna til Sýr­lands til að berj­ast fyr­ir Bash­ar al-Assad for­seta. Banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneytið setti Qant­ar á lista yfir hryðju­verka­menn með þeim orðum að hann væri orðinn einn sýni­leg­asti og vin­sæl­asti talsmaður Hez­bollah.

Talið er að hann hafi verið einn þeirra sem létu lífið þegar eld­flaug­ar hæfðu íbúðablokk í Jaram­ana, nærri höfuðborg­inni Dam­askus, í gær­kvöldi. Þjóðvarn­ar­liðið, her­sveit­ir sem eru hliðholl­ar Assad, segja að tvær ísra­elsk­ar herflug­vél­ar hafi skotið á bygg­ing­una. Ísra­els­menn eru tald­ir hafa staðið fyr­ir nokkr­um slík­um árás­um gegn liðsmönn­um Hez­bollah í Sýr­landi frá því að átök­in þar hóf­ust.

Ísra­elski bygg­inga- og hús­næðismálaráðherr­ann Yoav Gall­ant vildi ekki staðfesta eða hafna ábyrgð ísra­elskra stjórn­valda á árás­inni.

„Það er gott að fólk eins og Sam­ir Qant­ar verði ekki hluti af heim­in­um okk­ar,“ bætti hann við í viðtali við ísra­elska út­varp­inu.

Frétt BBC af falli Sam­irs Qant­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka