Lykilmaður Hezbollah felldur

Samir Qantar (t.v.) ásamt Hassan Nasrallah, æðsta leiðtoga Hezbollah.
Samir Qantar (t.v.) ásamt Hassan Nasrallah, æðsta leiðtoga Hezbollah. AFP

Skæruliðasveitir Hezbollah segja að ísraelsk flugskeyti hafi grandað einum leiðtoga þeirra, Samir Qantar í Sýrlandi. Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki svarað ásökununum en einn ráðherra ríkisstjórnar Ísraels sagði að það væri gott að fólk eins og Qantar væru ekki hluti af heiminum.

Qantar var sleppt úr haldi Ísraelsmanna árið 2008 í fangaskiptum sem þá fóru fram. Hann var fangelsaður árið 1979 fyrir morð á fólki í íbúðablokk í Nahariya í Ísrael sem hann framdi þegar hann var 16 ára gamall. Talið er að hann hafi orðið einn helsti leiðtogi Hezbollah eftir að honum var sleppt úr haldi.

Samtökin hafa sent hundruð liðsmanna sinna til Sýrlands til að berjast fyrir Bashar al-Assad forseta. Bandaríska utanríkisráðuneytið setti Qantar á lista yfir hryðjuverkamenn með þeim orðum að hann væri orðinn einn sýnilegasti og vinsælasti talsmaður Hezbollah.

Talið er að hann hafi verið einn þeirra sem létu lífið þegar eldflaugar hæfðu íbúðablokk í Jaramana, nærri höfuðborginni Damaskus, í gærkvöldi. Þjóðvarnarliðið, hersveitir sem eru hliðhollar Assad, segja að tvær ísraelskar herflugvélar hafi skotið á bygginguna. Ísraelsmenn eru taldir hafa staðið fyrir nokkrum slíkum árásum gegn liðsmönnum Hezbollah í Sýrlandi frá því að átökin þar hófust.

Ísraelski bygginga- og húsnæðismálaráðherrann Yoav Gallant vildi ekki staðfesta eða hafna ábyrgð ísraelskra stjórnvalda á árásinni.

„Það er gott að fólk eins og Samir Qantar verði ekki hluti af heiminum okkar,“ bætti hann við í viðtali við ísraelska útvarpinu.

Frétt BBC af falli Samirs Qantar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert