Rússnesk stjórnvöld eru ekki að reyna að endurreisa Sovétríkin. Þetta er haft eftir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nýrri heimildamynd sem frumsýnd var í gær. Hins vegar segir forsetinn að enginnvilji taka rússneska ráðamenn trúanlega í því sambandi.
Haft er eftir Pútín í frétt AFP að vestræn ríki séu ekki að vinna að hagsmunum Úkraínu í deilum landsins við Rússa heldur að reyna að koma í veg fyrir að Sovétríkin verði endurreist. „En enginn vill trúa okkur, enginn vill trúa því að við erum ekki að endurreisa Sovrétríkin,“ segir hann í heimildamyndinni „World Order“.
Pútín gagnrýnir einnig vestræn ríki vegna stöðu mála í Miðausturlöndum. „Það er einfaldlega ekki hægt að troða ykkar útgáfu af lýðræði, með góðu eða illa, upp á fólk sem tilheyrir öðrum menningarheimi, sem aðhyllist önnur trúarbrögð og hefðir,“ segir hann. Vestræn ríki virðist telja sig óskeikul „en þegar kemur að því að axla ábyrgð hverfa þau.“