Lést á miðjum þingfundi

Olíumálaráðherra Kuwait á þinginu fyrr í mánuðinum.
Olíumálaráðherra Kuwait á þinginu fyrr í mánuðinum. AFP

66 ára þingmaður í Kúveit, Nabil al-Fadhl, lést í sæti sínu í dag á miðjum þingfundi.

Þingforsetinn Marzouk al-Ghanem sagði þingmanninn, sem var utan flokka, hafa látist við það að vinna fyrir land sitt. Frestaði hann þingfundi til morgundagsins til heiðurs al-Fadhl.

Samkvæmt AFP segja vitni þingmanninn hafa verið að taka þátt í hefðbundnum umræðum með kollegum sínum á þingi og hafa farið með lokaorð sín um störf þingsins aðeins fáeinum mínútum áður en hann lést. Fáni ríkisins sást lagður yfir sæti hans.

Hann var þekktur fyrir sterka andstöðu gegn róttækum íslamistum. Hann var hrjáður af ýmsum veikindum og fór í nýnaígræðslu í fyrra. Dánarorsök mun þó enn ekki ljós.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert