200 Sýrlendingar drepnir í árásum Rússa

Unnið að hreinsunarstarfi í Idlib eftir loftárásir Rússa í fyrradag.
Unnið að hreinsunarstarfi í Idlib eftir loftárásir Rússa í fyrradag. AFP

Að minnsta kosti 200 almennir borgarar hafa látist í loftárásum Rússa í Sýrlandi á tveimur mánuðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International.

Rannsóknir sýna að Rússar hafi gert yfir 25 loftárásir á fimm svæði í Sýrlandi á tímabilinu 30. september til 29. nóvember.

Amnesty segir að þetta sýni og sanni að Rússar hafi ekki virt alþjóðleg mannréttindalög með árásum sínum.

Í frétt BBC kemur fram að stjórnvöld í Moskvu neiti því staðfastlega að almennir borgarar hafi látist í árásum þeirra og að slíkar ásakanir séu ekkert annað er stríðsáróður. 

Rússar hófu loftárásir á vígi Ríkis íslams og annarra vígahópa 30. september að sögn að beiðni forseta Sýrlands, Bashar al-Assad.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert