200 Sýrlendingar drepnir í árásum Rússa

Unnið að hreinsunarstarfi í Idlib eftir loftárásir Rússa í fyrradag.
Unnið að hreinsunarstarfi í Idlib eftir loftárásir Rússa í fyrradag. AFP

Að minnsta kosti 200 al­menn­ir borg­ar­ar hafa lát­ist í loft­árás­um Rússa í Sýr­landi á tveim­ur mánuðum. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Am­nesty In­ternati­onal.

Rann­sókn­ir sýna að Rúss­ar hafi gert yfir 25 loft­árás­ir á fimm svæði í Sýr­landi á tíma­bil­inu 30. sept­em­ber til 29. nóv­em­ber.

Am­nesty seg­ir að þetta sýni og sanni að Rúss­ar hafi ekki virt alþjóðleg mann­rétt­inda­lög með árás­um sín­um.

Í frétt BBC kem­ur fram að stjórn­völd í Moskvu neiti því staðfast­lega að al­menn­ir borg­ar­ar hafi lát­ist í árás­um þeirra og að slík­ar ásak­an­ir séu ekk­ert annað er stríðsáróður. 

Rúss­ar hófu loft­árás­ir á vígi Rík­is íslams og annarra víga­hópa 30. sept­em­ber að sögn að beiðni for­seta Sýr­lands, Bash­ar al-Assad.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert