Fossinn fýkur upp í loftið

Skjáskot

Magnað myndskeið frá Írlandi sýnir glöggt hversu mikill vindstyrkur fylgir storminum Frank, sem hefur riðið yfir Bretlandseyjar í nótt og herjar nú á Ísland.

Umhverfisverndarstofnun Skotlands hefur gefið út 14 svæðisbundnar viðvaranir vegna flóða og 62 til viðbótar vegna einstakra aðstæðna. Stofnunin varar við því nú í morgunsárið að ástandið í landinu „færi enn mjög versnandi“ á meðan miklar rigningar halda áfram að bylja á landinu.


Búist er við að vatnsmagn í fjölmörgum ám, sem þegar hafa nær slegið met í mörgum tilfellum, muni ekki ná hámarki fyrr en klukkan þrjú síðdegis, samkvæmt heimildum The Guardian.

Frétt mbl.is: Bretlandseyjar illa leiknar af óveðrinu

Breska veðurstofan segir enn fremur að búist sé við að úrkoma í Cumbria-héraði nái allt að 13 sentimetrum. Sterkir vindar geti þó hjálpað til við að feykja henni hraðar til sjávar en ella.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert