Repúblikanar dekktu húðlit Obama

Repúblikanir eru taldir hafa sýnt dekkt húðlit Obama í auglýsingum …
Repúblikanir eru taldir hafa sýnt dekkt húðlit Obama í auglýsingum sínum. AFP

Ný rannsókn sýnir að í svokölluðum neikvæðum auglýsingum repúblikana í forsetakosningunum árið 2008 sýndu þeir Barack Obama, bandaríkjaforseta, með dekkra hörund en hann raunverulega er. Þetta kemur fram á vef breska dagblaðsins The Independent en talið er að það hafi verið gert til þess að höfða til fordómafullra kjósenda.

Samkvæmt rannsókninni voru myndir sem  repúblikanar birtu af Obama í 86% tilfella í dekksta fjórðungi af öllum myndum af Obama á tímabilinu. Eins urðu myndirnar af honum dekkri eftir því sem nær dró kosningum. Á sama tíma varð hörundslitur mótframbjóðanda hans John McCain ljósari á myndum repúblikana. 

Talið er að niðurstöðurnar styrki ásakanir í garð sumra stjórnmálamanna repúblikana um að þeir sæki atkvæði með því að höfða til rasista án þess að segja það hreint út. Taktíkin er kölluð „hundaflautu pólitík“ en hún vísar til þess að eins og aðeins hundar heyra í hundaflautum þá taki aðeins fordómafullir kjósendur eftir því þegar stjórnmálamaður gefur kynþáttafordóma í skyn með óbeinum hætti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert