Útiloka ekki að banna Trump

Innanríkisráðherra Breta, Theresa May, útilokar ekki að banna komu Donalds …
Innanríkisráðherra Breta, Theresa May, útilokar ekki að banna komu Donalds Trump til Bretlands. AFP

Breska ríkisstjórnin hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að 500.000 undirskriftir söfnuðust undir kröfu um að Donald Trump, forsetaframbjóðenda í forvali Repúblikana, yrði meinað að koma til landsins. Þetta kemur fram á vef breska dagblaðsins The Guardian en í yfirlýsingunni segir að breski innanríkisráðherrann hafi heimildir til þess að meina einstaklingum að koma til landsins stríði vera þeirra í landinu gegn almannahag.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar gengur þó ekki svo langt að segja að Trump verði bannað að koma til Bretlands en í henni lætur breski innanríkisráðherrann, Theresa May, hafa eftir sér að henni þyki yfirlýsingar Trump sundrandi, óhjálpsamlegar og slæmar. 

Þá segir jafnframt í yfirlýsingunni að það séu ekki sjálfsögð réttindi að fá að koma til Bretlands heldur forréttindi. Að innanríkisráðherrann muni halda áfram að nota það vald sem henni er falið til þess að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að skaða samfélagið og deila ekki grunngildum þess, komist til landsins.

Ennfremur segir að yfirlýsingin sýni skýrt að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sé algjörlega ósammála ummælum Donalds Trump um múslima. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert