Bandaríkin ógna þjóðaröryggi Rússa

Barack Obama og Valdimír Pútín á ráðstefnu G20-ríkjanna svonefndu árið …
Barack Obama og Valdimír Pútín á ráðstefnu G20-ríkjanna svonefndu árið 2013. AFP

Í nýrri skýrslu Rússa eru Bandaríkin nefnd sem ógn við þjóðaröryggi landsins í fyrsta sinn og ber úttektin því merki þess hversu mikið samskipti stórþjóðanna tveggja hafa stirðnað á liðnum árum.

Skjalið „um stefnu þjóðaröryggis Rússlands“ var undirritað af Vladimír Pútín Rússlandsforseta á gamlárskvöld. Kemur það í staðinn fyrir eldra skjal frá árinu 2009, sem þá var staðfest af Dmitry Medvedev, þáverandi forsætisráðherra. Í því skjali voru hvorki Bandaríkin né NATO talin ógna þjóðaröryggi landsins.

Stærra hlutverk Rússa leiðir til öryggisógnar

Segir það Rússland hafa tekist að spila stærra hlutverk í alþjóðadeilum og vandamálum heimsins. Þetta stærra hlutverk Rússa hafi leitt til viðbragða Vesturlandanna, segir í skýrslunni.

„Styrkingu Rússa fylgja nýjar ógnir við þjóðaröryggi,“ segir í skýrslunni og er þar jafnframt sagð að Bandaríkin og þeirra bandamenn berjist við að ráða ríkjum þegar komi að utanríkismálum.

Gæti það leitt til „pólitískrar, efnahagslegrar og upplýsingalegrar pressu“ gagnvart Rússlandi, segir í skýrslunni.

Stirð samskipti vegna deilurnar um Krímskaga

Samskipti Rússa og Vesturlanda hafa ekki verið eins stirð og þegar Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu í mars 2014 eftir að fyrrv. forseti Úkraínu flúði til Rússlands í kjölfar mótmæla í landinu. Hafa Vesturlöndin síðan þá sakað Rússa um að styðja uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu, en því hafa rússnesk stjórnvöld alltaf neitað.

Í skýrslunni er Atlantshafsbandalagið, NATO, einnig nefnt sem ógn við þjóðaröryggi og að Bandaríkin hafi styrkt hernaðarsamband sitt við nágrannalönd Rússlands. Hins vegar er hvergi minnst á Sýrland sem ógn við þjóðaröryggi en hinn 30. september sl. hófu Rússar loftárásir gegn andstæðingum Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, í Sýrlandi en hann er vinveittur Rússum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert