Mun takast á við byssuofbeldi án þingsins

Barack Obama forseti Bandaríkjana.
Barack Obama forseti Bandaríkjana. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst beita forsetavaldi sínu til þess að takast á við byssuofbeldi í Bandaríkjunum. Í sínu fyrsta ávarpi ársins sagðist Obama ætla að funda með Loretta Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til að ræða hvað hann gæti gert.

Obama sagðist ætla að nota forsetavald sitt þar sem að hans mati hafi bandaríska þinginu mistekist að bregðast við vandanum. Sérfræðingar búast við hörðum viðbrögðum frá Repúblikönum og stuðningsmönnum byssulöggjafarinnar. 

Í ávarpinu sagðist Obama hafa fengið of mörg bréf frá foreldrum, kennurum og börnum til þess að „sitja hjá og gera ekkert“.

„Við vitum að við getum ekki stöðvað allt ofbeldi,“ sagði forsetinn. „En hvað ef við reyndum að stöðva að minnsta kosti eitt? Hvað ef þingið gerði eitthvað, hvað sem er, til að vernda börnin okkar frá byssuofbeldi?“

Obama getur notað vald sitt á þó nokkrum sviðum þegar það kemur að byssulöggjöfinni, m.a. með því að lögfesta viðameiri ferilskoðun á þeim sem vilja kaupa skotvopn.

Byssulöggjöfin hefur lengi við til umræðu í Bandaríkjunum og nú hafa NRA,  stærstu hagsmunasamtök byssueigenda í Bandaríkjunum, hafið mikla áróðursherferð þar sem þeir gagnrýna hugmyndir um herta byssulöggjöf.

Í Texas voru nýlega lög samþykkt sem gerir íbúum kleift að ganga um með byssur í byssuhlustrum og sýna að þeir séu vopnaðir. Í síðasta mánuði varaði lögreglustjóri í Texas forsetann við og sagði að tilraunir til að afvopna Bandaríkjamenn gæti leitt til byltingar.

Byssuofbeldi og eign í Bandaríkjunum er fordæmalaus á meðal þróaðra landa heims. Lífi tuga þúsunda Banda­ríkja­manna lýk­ur með byssu­kúlu á hverju ári. Þó að Banda­ríkja­menn séu aðeins 4,43% jarðarbúa eiga þeir 43% af öll­um skot­vopn­um sem eru í einka­eigu í heim­in­um.

Fyrri fréttir mbl.is: 

Blóðdropinn sem fyllir mælinn?

Fleiri byssur, fleiri morð

Frétt BBC. 

Bandaríska þingið í Washington D.C.
Bandaríska þingið í Washington D.C. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert