Ræða hvort banna eigi Trump

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Neðri deild breska þingsins mun þann 18. janúar ræða hvort banna eigi Donald Trump, frambjóðanda í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar, að koma til landsins. 

Umræða fór af stað í Bretlandi um hvort rétt sé að meina Trump aðgangi að landinu eftir að hann lagði til að meina öllum múslímum aðgangi að Bandaríkjunum. Fór þá af stað undirskriftasöfnun og hafa nú um 560 þúsund undirskriftir safnast. 

Undirskriftanefnd breska þingsins hefur nú farið yfir undirskriftirnar og rætt málið og komist að þeirri niðurstöðu að ræða eigi málið á þinginu þann 18. janúar. 

Breska ríkisstjórnin sendi fyrir áramót frá sér yfirlýsingu eftir að 500 þúsund undirskriftir höfðu safnast. Í yfirlýsingunni kom fram að innanríkisráðherra landsins hafi heimild til að meina einstaklingi aðgang að landinu, stríði vera þeirra í landinu gegn almannahag. 

Í yfirlýsingunni sagði jafnframt að það séu ekki sjálfsögð réttindi að fá að koma til Bretlands, heldur forréttindi Að inn­an­rík­is­ráðherr­ann muni halda áfram að nota það vald sem henni er falið til þess að koma í veg fyr­ir að þeir sem ætli sér að skaða sam­fé­lagið og deila ekki grunn­gild­um þess, kom­ist til lands­ins.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tók harða afstöðu gegn ummælum Trumps skömmu eftir að þau féllu. Hann tók þó einnig fram að hann vilji ekki meina Trump að koma til landsins. 

Sjá frétt The Guardian.

Sjá frétt mbl.is: Útiloka ekki að banna Trump

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tók skýra afstöðu gegn ummælum Trumps …
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tók skýra afstöðu gegn ummælum Trumps en vill þó ekki meina honum að koma til landsins. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert