Tók 70 milljóna lán hjá alríkisstjórninni

Ammon Bundy, forsprakki hópsins.
Ammon Bundy, forsprakki hópsins. AFP

Ammon Bun­dy, leiðtogi sveit­ar vopnaðra manna sem tekið hef­ur yfir al­rík­is­bygg­ingu í á nátt­úru­vernd­ar­svæði í Or­egon, er þekkt­ur fyr­ir bar­áttu sína gegn al­rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna.

CNN grein­ir frá því að Bun­dy sé þó ekki and­víg­ur því að hagn­ast á aðstoð al­rík­is­stjórn­ar­inn­ar enda hafi hann tekið lán upp á 530 þúsund Banda­ríkja­dali, um 70 millj­ón­ir króna, frá Smá­fyr­ir­tækja­stofn­un Banda­ríkj­anna sem sér­hæf­ir sig í stuðningi við smá­fyr­ir­tæki og frum­kvöðla. Lánið var tekið fyr­ir fyr­ir­tæki hans, Valet Fleet Service LLC sem er viðgerðarfyr­ir­tæki fyr­ir vöru­bíla í Arizona. 

Bun­dy seg­ir lánið ekki stang­ast á við póli­tíska hug­mynda­fræði sína enda sé hann ekki á móti al­rík­is­stjórn­inni sem slíkri. Hlut­verk henn­ar sé að vernda rík­in frá um­heim­in­um.

„Og það er hlut­verk ríkj­anna að vernda sýsl­urn­ar frá al­rík­is­stjórn­inni- og hlut­verk sýsl­anna að vernda fólkið frá rík­inu svo fólk sé frjálst til að nýta land sitt og auðlind­ir og rétt­indi. Svo það er hlut­verk en hlut­verk alls stjórn­valds er að þjóna fólk­inu. Þegar þetta stjórn­vald stíg­ur út stíg­um við inn í.“

Af­stöðu sína út­skýrði hann frek­ar með því að segja lánið vera „leið til að aðstoða fólk við að nýta rétt sinn.“

Frétt­ir mbl.is:
Kýs held­ur dauða en fang­elsi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka