Tók 70 milljóna lán hjá alríkisstjórninni

Ammon Bundy, forsprakki hópsins.
Ammon Bundy, forsprakki hópsins. AFP

Ammon Bundy, leiðtogi sveitar vopnaðra manna sem tekið hefur yfir alríkisbyggingu í á náttúruverndarsvæði í Oregon, er þekktur fyrir baráttu sína gegn alríkisstjórn Bandaríkjanna.

CNN greinir frá því að Bundy sé þó ekki andvígur því að hagnast á aðstoð alríkisstjórnarinnar enda hafi hann tekið lán upp á 530 þúsund Bandaríkjadali, um 70 milljónir króna, frá Smáfyrirtækjastofnun Bandaríkjanna sem sérhæfir sig í stuðningi við smáfyrirtæki og frumkvöðla. Lánið var tekið fyrir fyrirtæki hans, Valet Fleet Service LLC sem er viðgerðarfyrirtæki fyrir vörubíla í Arizona. 

Bundy segir lánið ekki stangast á við pólitíska hugmyndafræði sína enda sé hann ekki á móti alríkisstjórninni sem slíkri. Hlutverk hennar sé að vernda ríkin frá umheiminum.

„Og það er hlutverk ríkjanna að vernda sýslurnar frá alríkisstjórninni- og hlutverk sýslanna að vernda fólkið frá ríkinu svo fólk sé frjálst til að nýta land sitt og auðlindir og réttindi. Svo það er hlutverk en hlutverk alls stjórnvalds er að þjóna fólkinu. Þegar þetta stjórnvald stígur út stígum við inn í.“

Afstöðu sína útskýrði hann frekar með því að segja lánið vera „leið til að aðstoða fólk við að nýta rétt sinn.“

Fréttir mbl.is:
Kýs heldur dauða en fangelsi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert