Sómalar slíta tengsl við Íran

Aftökunni hefur verið mótmælt um allan heim.
Aftökunni hefur verið mótmælt um allan heim. AFP

Sómalar greindu frá því í dag að þeir hafa slitið diplómatísk tengsl við Íran. Var það gert í kjölfar deilna á milli Sádi-Arabíu og Írans.

Greint var frá ákvörðuninni í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Sómalíu. Írönskum diplómötum voru jafnframt gefnar 72 klukkustundir til að yfirgefa landið.

„Þessi ákvörðun var tekin eftir mikla umhugsun og er hún til að svara fyrir stöðug afskipi Írans á innanríkismálum Sómalíu,“ sagði í yfirlýsingunni án frekari útskýringa.

Sádi-Arabar slitu diplómatískum tengslum við Íran á sunnudaginn. Var það gert í kjölfar íkveikju á sendiráði Sádi-Arabíu í Tehran.

Var mótmælt fyrir utan sendiráðið vegna aftöku sádi-arabískra stjórnvalda á sjítaklerkinum Nimr al-Nimr. Fjölmargir bandamenn Sádi-Arabíu hafa gert það sama og slitið tengsl við Íran .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert