14 konur í sænsku borginni Kalmar hafa tilkynnt um árásir á nýársnótt til lögreglu. Að sögn The Local vill lögregla sem minnst gera úr tengingu árásanna við fjöldaárásirnar í Köln í Þýskalandi á sama tíma.
Lögregla borgarinnar hefur handtekið 15 ára dreng og 20 ára karlmann vegna gruns um að þeir hafi beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi á fyrstu klukkutímum nýja ársins. Greina sænskir miðlar frá því að upprunalega hafi sjö konur stigið fram og fleiri fylgt í kjölfarið í vikunni. Í það minnsta sjö árásanna eru sagðar hafa átt sér stað á Larmtorget-barnum í miðbæ Kalmar.
„Við sáum heildarmyndinna fyrir fáeinum dögum,“ segir Johan Bruun, talsmaður lögreglu í samtali við Aftonbladet. „Í augnablikinu höfum við minnst 14 ákærendur.“
121 árás hefur verið tilkynnt í Köln og áþekkar árásir eru einnig sagðar hafa átt sér stað í öðrum þýskum borgum og í Zurich í Sviss. Lögregluyfirvöld í Kalmar telja þó ekki tilefni til samanburðar við Köln að sinni.
„Við vitum í raun enn ekki hvað gerðist hér en það virðist vera mun alvarlegra í Köln. Við viljum rannsaka okkar hluta fyrst,“ sagði Bruun við Aftonbladet.
Það er mikilvægt að ráða fram úr þessu svo konur geti gengið öruggar á götum úti.“