Risavaxin stytta fjarlægð

Styttan var engin smásmíði, en myndin var tekin 4. janúar …
Styttan var engin smásmíði, en myndin var tekin 4. janúar sl. AFP

Búið er að fjar­lægja 37 metra háa styttu af Maó Zedong, sem var einn stofn­enda kín­verska komm­ún­ista­flokks­ins, en stytt­an var ný­verið reist við beiti­land í Tongxu-sýslu í Hen­an-héraði Kína. Stytt­an er máluð í gull­lit.

Emb­ætt­ismaður seg­ir í sam­tali við við kín­verskt rík­is­frétta­blað að ekki hafi feng­ist form­legt samþykki fyr­ir fram­kvæmd­inni og því hafi hún verið fjar­lægð. 

Talið er að kostnaður­inn við að reisa stytt­una hafi numið sem jafn­gild­ir um 60 millj­ón­um króna. Málið vakti heims­at­hygli, en aðeins eru liðnir nokkr­ir dag­ar frá því fram­kvæmd­um við að reisa stytt­una lauk.

Nán­ar er fjallað um málið á vef breska rík­is­út­varps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert