Risavaxin stytta fjarlægð

Styttan var engin smásmíði, en myndin var tekin 4. janúar …
Styttan var engin smásmíði, en myndin var tekin 4. janúar sl. AFP

Búið er að fjarlægja 37 metra háa styttu af Maó Zedong, sem var einn stofnenda kínverska kommúnistaflokksins, en styttan var nýverið reist við beitiland í Tongxu-sýslu í Henan-héraði Kína. Styttan er máluð í gulllit.

Embættismaður segir í samtali við við kínverskt ríkisfréttablað að ekki hafi fengist formlegt samþykki fyrir framkvæmdinni og því hafi hún verið fjarlægð. 

Talið er að kostnaðurinn við að reisa styttuna hafi numið sem jafngildir um 60 milljónum króna. Málið vakti heimsathygli, en aðeins eru liðnir nokkrir dagar frá því framkvæmdum við að reisa styttuna lauk.

Nánar er fjallað um málið á vef breska ríkisútvarpsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert