Vantaði neðan á fætur barnsins

Wikipedia

Par sem búsett er í ítölsku borginni Parma hyggjast fara í mál við sjúkrahúsið þar sem barnið þeirra fæddist sem og einkarekna heilsugæslustöð en það fæddist án fótleggja fyrir neðan hné. Barnið, sem er drengur, fæddist á jóladag á Maggiore di Parma sjúkrahúsinu.

Fæðingin gekk vel og barnið er að öðru leyti heilbrigt samkvæmt fréttavefnum Thelocal.it. Málsóknin byggir á því að starfsmenn sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar hafi ekki tekið eftir því á meðan á meðgöngunni stóð að neðri hluta fótleggja barnsins vantaði.

Haft er eftir lögfræðingi parsins að rannsókn sé hafin á því hverjir beri ábyrgð á málinu en hugsanlegt sé að þar komi fjölmargir heilbrigðisstarfsmenn til greina. Haft hafi verið samband við alla þá sem koma að málinu, sjúkrahúsið, einkareknu heilsugæsluna og yfirvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert