Loftárás á sjúkrahús í Jemen

Barn bólusett í Jemen. Stríðið í landinu hefur orðið til …
Barn bólusett í Jemen. Stríðið í landinu hefur orðið til þess að þúsundir hafa flúið. Læknar án landamæra reyna að halda úti heilsugæslu og sjúkrahúsþjónustu við mjög erfið skilyrði. AFP

Loftárás var gerð á sjúkrahús hjálparsamtakanna Læknar án landamæra í norðurhluta Jemen í dag með þeim afleiðingum að í  það minnsta fjórir létust og tíu særðust. Starfsmenn samtakanna eru meðal þeirra sem særðust og tveir eru í lífshættu, segir í yfirlýsingu frá samtökunum.

Samtökin í segja að tala látinna gæti hækkað því að margar byggingar á svæðinu séu hrundar eða við það að hrynja.

„Fólk er enn fast í rústum húsa,“ segir í yfirlýsingunni.

Er sprengjan lenti á byggingunni var hún rýmd og sjúklingarnir fluttir á aðra starfsstöð Lækna án landamæra í nágrenninu.

Ekki er enn ljóst hver ber ábyrgð á árásinni. Talsmenn lækna án landamæra segja að samtökin láti ítrekað vita um staðsetningar starfsstöðva sinna svo að komast megi hjá því að þær séu sprengdar í loft upp. 

Þeir segja því ljóst að sá sem gerði árásina hafi vitað að í húsinu væri sjúkrahús.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert