10 mest stressandi störf heims

Hermenn eru undir miklu álagi, jafnt líkamlegu sem andlegu.
Hermenn eru undir miklu álagi, jafnt líkamlegu sem andlegu. AFP

Hvaða störf valda mestri streitu? Forbes hefur birt lista yfir 10 mest stressandi störf ársins 2016.

Ráðningarfyrirtækið CareerCast tók listann saman og valdi 200 starfsheiti til að greina. Störfin voru svo metin út frá mörgum algengum streituþáttum, m.a. líkamlegu og andlegu álagi, ferðalögum, ýmsum umhverfisþáttum, tímaramma fyrir verkefnaskil og mögulega lífshættu.

Ekki kemur á óvart að hermenn og slökkviliðsmenn skipa sér í tvö efstu sæti listans. Þeir leggja líf sitt stundum að veði í starfi sínu sem hefur mikið að segja þegar kemur að streitu.

Flugmenn eru í þriðja sæti listans og lögreglumenn í því fjórða.

Þar á eftir fylgja nokkur störf sem ekki eru beinlínis lífshættuleg en andlegt álag er stöðugt og mikið.

Í fimmta sæti eru viðburðastjórar (e. event coordinator) og í því sjötta yfirmenn almannatenglafyrirtækja. Í sjöunda sæti eru yfirmenn stórfyrirtækja og í því áttunda sjónvarpsfólk. Í níunda sætinu eru blaðamenn og loks í því tíunda leigubílstjórar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert