Hver á vinningsmiðann?

AFP

Það er ljóst að lottóvinn­ing­ur­inn gekk út í stærsta lottóúr­drætti sög­unn­ar í gær­kvöldi. Alls voru 1,5 millj­arðar Banda­ríkja­dala, tæp­ir 200 millj­arðar króna, í pott­in­um og nú í morg­un er vitað um að minnsta kosti einn vinn­ings­miða. Sá var seld­ur í versl­un í Los Ang­eles, sam­kvæmt frétt BBC.

Lott­ó­töl­urn­ar í Power­ball-lottó­inu eru: 4, 8, 19, 27, 34, PB 10. Síðast var dregið í lottó­inu 9. janú­ar og gekk pott­ur­inn þá ekki út en nauðsyn­legt er að vera með all­ar sex töl­urn­ar rétt­ar.

Mikið lottóæði hef­ur gripið um sig meðal Banda­ríkja­manna og stóðu þúsund­ir í biðröðum eft­ir miða víðsveg­ar um Banda­rík­in í gær. Lík­urn­ar á vinn­ingi voru 292,2 millj­ón­ir á móti ein­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert