Það er ljóst að lottóvinningurinn gekk út í stærsta lottóúrdrætti sögunnar í gærkvöldi. Alls voru 1,5 milljarðar Bandaríkjadala, tæpir 200 milljarðar króna, í pottinum og nú í morgun er vitað um að minnsta kosti einn vinningsmiða. Sá var seldur í verslun í Los Angeles, samkvæmt frétt BBC.
Lottótölurnar í Powerball-lottóinu eru: 4, 8, 19, 27, 34, PB 10. Síðast var dregið í lottóinu 9. janúar og gekk potturinn þá ekki út en nauðsynlegt er að vera með allar sex tölurnar réttar.
Mikið lottóæði hefur gripið um sig meðal Bandaríkjamanna og stóðu þúsundir í biðröðum eftir miða víðsvegar um Bandaríkin í gær. Líkurnar á vinningi voru 292,2 milljónir á móti einum.