Selur peysu fyrrverandi hjásvæfu á netinu

Peysan sem hægt er að kaupa á Tradera
Peysan sem hægt er að kaupa á Tradera

Sænsk kona sem er búin að fá nóg af mönn­um sem standa ekki við orð sín og fyrr­ver­andi hjásvæfu ákvað að selja golftreyju hans á net­inu. Birti hún aug­lýs­ing­una fyrr í vik­unni og hef­ur aug­lýs­ing­in vakið mikla at­hygli og hlát­ur hjá les­end­um.

Á vefn­um The Local kem­ur fram að kald­hæðin aug­lýs­ing Em­ilie Ros­lunds hafi birst á vefn­um Tra­dera sem er sænsk­ur vef­ur sem svip­ar til eBay.

„Ég er að selja Acne golftreyju sem fyrr­ver­andi hjásvæfa gleymdi heima hjá mér fyr­ir nokkru síðan. Hún er í ágætu ásig­komu­lagi sem er meira en hægt er að segja um hann (elsk­hug­ann fyrr­ver­andi),“ seg­ir í aug­lýs­ingu Ros­lunds sem er 28 ára göm­ul.

„Peys­an er vænt­an­lega í stærð M og úr angór­u­ull. Fyrr­ver­andi elsk­hugi hef­ur reynt að nálg­ast hana í nokk­ur skipti en ég set hana í sölu á Tra­dera þar sem ég tel að peys­an eign­ist betri eig­anda með þess­um hætti,“ seg­ir enn frem­ur í færsl­unni á Tra­dera.

„Ef þú býrð í Stokk­hólmi þá get­ur þú komið og sótt hana, það er ef þú kem­ur á þeim tíma sem þú lof­ar að koma á. Ég er búin að fá nóg af nág­ung­um sem standa ekki við orð sín,“ seg­ir enn frem­ur. Ros­lund hvet­ur þá sem hafa áhuga á að kaupa peys­una að hafa sam­band við hana með tölvu­pósti.

Í morg­un var aug­lýs­ing Ros­lunds sú vin­sæl­asta á Tra­dera vefn­um og hafa fjöl­marg­ir skoðað aug­lýs­ing­una og skrifað færslu við hana.

Hæsta boðið sem er komið í golftreyj­una er 715 krón­ur, sem svar­ar til 11 þúsund ís­lenskra króna en ný peysa kost­ar 2495 sænsk­ar krón­ur.

Færsl­an á Tra­dera

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka