Handtekinn fyrir að stela vegi

mbl.is/Þorkell

Yfirvöld hafa handtekið yfirmann fangelsa í Komi-héraði í norðurhluta Rússlands vegna gruns um að hann hafi stolið 50 kílómetra löngum vegi.

Embættismaðurinn Alexander Protopopov hefur verið ákærður fyrir að hafa látið taka steinsteyptar hellur af veginum og síðan selt þær fyrirtæki sem seldi þær einnig með hagnaði. Vegurinn var úr meira en 7.000 hellum og þær voru fjarlægðar á um tólf mánaða tímabili sem lauk á síðasta ári. Protopopov á yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur um stuldinn. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert