Svíar viðurkenna ekki Vestur-Sahara

Utanríkisráðherrann Margot Wallström. Jafnaðarmenn hafa tekið algjöra u-beygju í málinu.
Utanríkisráðherrann Margot Wallström. Jafnaðarmenn hafa tekið algjöra u-beygju í málinu. AFP

Stjórn­völd í Svíþjóð hafa ákveðið að viður­kenna ekki Vest­ur-Sa­hara sem sjálf­stætt ríki, þrátt fyr­ir að hafa stutt það árið 2012. Það var ut­an­rík­is­ráðherr­ann Margot Wallström sem til­kynnti ákvörðun­ina, sem þykir lík­leg til að treysta sam­bandið við Mar­okkó.

Málið hef­ur verið til skoðunar í nokkra mánuði en ákvörðunin mun valda aðskilnaðar­sinn­um Polis­ario Front von­brigðum. Þeir hafa bar­ist fyr­ir sjálf­stæði svæðis­ins, sem Mar­okkó ger­ir kröfu til, frá 1973.

Wallström sagði að nú yrði lögð áhersla á að styðja það ferli sem er í gangi á vett­vangi Sam­einuðu þjóðanna og miðar að því að miðla mál­um milli aðila. Hún sagði að viður­kenn­ing á sjálf­stæði Vest­ur-Sa­hara myndi ekki hjálpa til í því ferli og að málið væri ólíkt öðrum þar sem stjórn­völd hefðu ákveðið að viður­kenna sjálf­stæðis­yf­ir­lýs­ing­ar ríkja.

Um er að ræða u-beygju fyr­ir Jafnaðar­menn sem samþykktu álykt­un árið 2012 þar sem stjórn­völd voru hvött til að viður­kenna Vest­ur-Sa­hara sem frjálst og sjálf­stætt ríki. Þeir voru þá í stjórn­ar­and­stöðu og þáver­andi stjórn hafnaði til­lög­unni.

Jafnaðar­menn tóku við völd­um í októ­ber 2014, ásamt Græn­ingj­um sem einnig studdu álykt­un­ina, en nú virðast stjórn­völd vera hik­andi við að verða fyrsta ríki Evr­ópu­sam­bands­ins til að taka þetta skref.

Málið hef­ur valdið nokk­urri spennu milli Svíþjóðar og Mar­okkó en fjöl­miðlar sögðu m.a. frá því í fyrra að ákvörðun yf­ir­valda um að koma í veg fyr­ir opn­un fyrstu Ikea-versl­un­ar­inn­ar í land­inu mætti rekja til þessa.

Mar­okkó tók yfir stjórn stærsta hluta um­rædds landsvæðis í nóv­em­ber 1975, þegar yf­ir­ráðum Spán­ar lauk, en þó hófst styrj­öld sem stóð yfir til 1991. Síðan þá hef­ur vopna­hlé ríkt milli Mar­okkó og Polis­ario Front en stjórn­völd í Rabat hafa hafnað til­lög­um SÞ um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um framtíð svæðis­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka