Gervilimum og sleipiefni rignir yfir hernámsmennina

Liðsmaður vopnuðu sveitarinnar á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem hefur fengið …
Liðsmaður vopnuðu sveitarinnar á Malheur-náttúruverndarsvæðinu í Oregon sem hefur fengið gervilimi og sleipiefni í pósti undanfarið. AFP

Þegar vopnaða sveit­in sem held­ur nátt­úru­vernd­ar­svæði í Or­egon í her­námi óskaði op­in­ber­lega eft­ir vist­um létu viðbrögð al­menn­ings ekki á sér standa. Liðsmenn sveit­ar­inn­ar hafa fengið send­an fjöld­ann all­an af gervi­getnaðarlim­um, við litla hrifn­ingu þeirra, og nú síðast hundruð lítra af sleipi­efni.

Her­námið hef­ur nú staði yfir í rétt tæp­ar tvær vik­ur. Fljót­lega upp­götvuðu liðsmenn sveit­ar­inn­ar að þeir væru ekki nægi­lega vel birgðir fyr­ir langt her­nám en þeir hafa sagst til­bún­ir að halda kyrru fyr­ir á Mal­heur-nátt­úru­vernd­ar­svæðinu eins lengi og þörf kref­ur til að knýja al­rík­is­stjórn­ina til að láta eft­ir stjórn á landsvæðinu. Þeir óskuðu þess vegna op­in­ber­lega eft­ir vist­um.

Ekki eru all­ir eins hrifn­ir af uppá­tæki vopnuðu mann­anna og létu sum­ir óánægju sína í ljós með að senda sveit­inni mikið magn af gervi­getnaðarlim­um. Hönnuður­inn Max Tem­kin í Chicago gekk hins veg­ar skref­inu lengra og birti kvitt­un á Twitter-síðu sinni sem bend­ir til þess að hann hafi sent vopnuðu sveit­inni rúm­lega tvö hundruð lítra tunnu af sleipi­efni.

Eng­um sög­um fer af því hvort að meðlim­ir sveit­ar­inn­ar hafi fundið ein­hver not fyr­ir kyn­lífs­hjálp­ar­tæk­in en miðað við mynd­band sem einn þeirra birti var þeim ekki hlát­ur í huga yfir send­ing­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka