„Nær ómögulegt“ fyrir múslima að aðlagast Evrópu

Milos Zeman, forseti Tékklands, er ekki hrifinn af innflytjendum.
Milos Zeman, forseti Tékklands, er ekki hrifinn af innflytjendum. AFP

Milos Zeman, forseti Tékklands, sem þekktur er fyrir harða andstöðu gegn innflytjendum segir að það sé „nær ómögulegt“ að aðlaga samfélög múslima að evrópsku þjóðfélagi. Múslimar ættu að hafa sína menningu í sínum eigin löndum en ekki flytja hana til Evrópu.

„Reynsla Vestur-Evrópulanda sem hafa gettó og einangruð samfélög sýnir að aðlögun samfélags múslima er næstum því ómöguleg. Leyfum þeim að hafa sína menningu í löndum þeirra en ekki flytja hana til Evrópu, annars endar það eins og í Köln,“ sagði Zeman í sjónvarpsviðtali í dag og vísaði til árása á konur í Þýskalandi og víðar á gamlárskvöld.

Fyrr í þessum mánuði hélt hinn 71 árs gamli Zeman því fram að Bræðralag múslima í Egyptalandi hefði skipulagt straum flóttamanna frá Mið-Austurlöndum til Evrópu til að ná smám saman völdum í Evrópu.

Engu að síður hafa fáir flóttamenn leitað hælis í Tékklandi enn sem komið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert