Erfitt ár fyrir Evrópusambandið

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Jean-Clau­de Juncker, sagði við blaðamenn í Brus­sel á föstu­dag­innað árið framund­an yrði sam­band­inu erfiðara en síðasta ár. Það myndi jafn­vel standa frammi fyr­ir meiri vanda­mál­um en áður. Hins veg­ar væri rangt að hug­mynd­in um Evr­ópu­sam­bandið væri búin að vera.

Haft er eft­ir Juncker á frétta­vefn­um EU­obser­ver.com að hann ger­ir sér eng­ar grill­ur varðandi árið sem er nýhafið. Allt verði erfitt. „Fjöldi óleystra mála hef­ur verið að hrúg­ast upp. Ég er viss um að fleiri vanda­mál bæt­ast á list­ann,“ sagði for­set­inn og nefndi sem dæmi fyr­ir­hugað þjóðar­at­kvæði í Bretlandi um veru lands­ins í Evr­ópu­sam­band­inu.

Fram kem­ur í frétt­inni að Juncker hafi haldið rúm­lega klukku­stund­ar er­indi fyr­ir fram­an blaðamenn. Hann hafi ekki sagt eins marga brand­ara og venju­lega og hafi ekki tekið því sér­lega vel að vera ljós­myndaður. En þrátt fyr­ir frem­ur nei­kvæðan tón hafi hann lagt áherslu á að hægt væri að leysa vanda­mál Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Ég ætla ekki að gef­ast upp. Ég hafna þeirri hug­mynd að þetta sé á ein­hvern hátt upp­hafið að enda­lok­un­um,“ sagði Juncker. Lagði hann enn­frem­ur áherslu á mik­il­vægi þess að tryggja áfram­hald­andi til­vist Schengen-svæðis­ins og tók und­ir með Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, að Evr­ópu­sam­bandið í heild væri að veði í þeim efn­um.

„Á frels­is evr­ópskra rík­is­borg­ara til að ferðast er ekk­ert vit í evr­unni,“ sagði Juncker. „Ef ein­hver vill drepa Schengen þá munu þeir þegar upp er staðið drepa innri markað [Evr­ópu­sam­bands­ins] líka.“ Það yrði dýrt ef ríki Evópu­sam­bands­ins tækju öll upp landa­mæra­eft­ir­lit. Varðandi Bret­land sagðist hann bjart­sýnn á að ná sam­komu­lagi um breyt­ing­ar á veru Breta í sam­band­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert