Þurfa að sanna enskukunnáttu

David Cameron
David Cameron AFP

Innflytjendur þurfa að sýna fram á bætta kunnáttu í ensku eftir að hafa dvalið í tvö og hálft ár í Bretlandi eða þeir eiga á hættu að vera vísað úr landi, segir forsætisráðherra Bretlands David Cameron.

Samkvæmt frétt Telegraph viðurkennir Cameron að þetta geti þýtt að fjölskyldur yrði brotnar upp og að börn verði skilin að frá mæðrum sínum en um er að ræða frumvarp til nýrra laga. Forsætisráðherrann segir að honum finnist eðlilegt að konur sem eru íslamtrúar þurfi að hætta að hylja andlit sitt að fullu þegar þær koma inn í skóla eða dómstóla þar sem reglur gilda um klæðaburð. 

Samkvæmt núgildandi lögum þurfa þeir sem fá vegabréfsáritun á grundvelli þess að vera maki einhvers sem er með dvalarleyfi, að sanna enskukunnáttu sína eftir að hafa verið fimm ár í Bretlandi. 

Cameron segir nauðsynlegt að sannreyna kunnáttu fólks og hann sé ekki að beina þessu að fólki sem geti ekki talað ensku heldur sé tilgangurinn að hafa upp á konum sem er haldið inni á heimilinu. Hann vonast til þess að með þessu að konur sem eru íslamstrúar skipi stærra hlutverk í bresku samfélagi og aðstoði við að koma í veg fyrir að synir þeirra snúist til öfgaskoðana.

„Þetta er að gerast í landinu okkar og það er ekki líðandi. Við eigum að vera stolt af gildum okkar, frjálslyndi okkar og umburðarlyndi.“

Cameron segir að Bretland sé eitt best heppnaða dæmið um fjölmenningu og land þar sem ólík trúarbrögð rúmast í heiminum. Hann segir að það megi ekki gleyma því að fólk sem komi til Bretlands beri einnig ákveðna ábyrgð.

Umfjöllun Telegraph

Guardian

David Cameron
David Cameron STEFAN ROUSSEAU
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert