„Pútín samþykkti morðið“

Alexander Litvinenko á sjúkrahúsinu eftir að áhrif eitrunarinnar fóru að …
Alexander Litvinenko á sjúkrahúsinu eftir að áhrif eitrunarinnar fóru að koma í ljós. mbl.is

Morðið á njósn­ar­an­um fyrr­ver­andi Al­ex­and­er Lit­vin­en­kó  var senni­lega framið með samþykki Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands. Þetta kem­ur fram í nýrri op­in­berri rann­sókn um dauða njósn­ar­ans árið 2006.

Lit­vin­en­kó lést 23. nóv­em­ber 2006 vegna eitr­un­ar af völd­um geisla­virkni. Tveir Rúss­ar, Andrej Lúgovoj og Dmitrí Kovt­un, eru grunaðir um verknaðinn en rúss­nesk yf­ir­völd hafa alltaf neitað að fram­selja þá. Kom í ljós við krufn­ingu að Lit­vin­en­kó hafði neytt geisla­virka efn­is­ins pólón­íum-210. Er talið að hann hafi drukkið grænt te sem búið var að setja efnið út í, en leif­ar af efn­inu fund­ust á sus­hi-veit­ingastað þar sem Lit­vin­en­kó hitti þá Lúgovoj og Kovt­un hinn 1. nóv­em­ber 2006. Í  gögn­um sem komu fram fyr­ir ári síðan kom fram að leif­ar af pólón­íum-210 hefðu einnig fund­ist á öðrum stað, þar sem þre­menn­ing­arn­ir hitt­ust tveim­ur vik­um fyrr.

Gömul mynd af Alexander Litvinenkó
Göm­ul mynd af Al­ex­and­er Lit­vin­en­kó AFP

Al­ex­and­er Lit­vin­en­kó var þekkt­ur fyr­ir gagn­rýni sína á rúss­nesk stjórn­völd og er talið að niðurstaða skýrslu Roberts Owens, dóm­ara á eft­ir­laun­um sem birt var í morg­un verði til þes að bresk yf­ir­völd auki þrýst­ing á rúss­nesk stjórn­völd í mál­inu. Skýrsl­unn­ar hef­ur verið beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu en hún er alls 328 blaðsíður að lengd.

Th­eresa May, inn­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, mun fljót­lega kynna fyr­ir þing­inu hvaða aðgerðir rík­is­stjórn Bret­lands muni grípa til í ljósi niður­stöðu skýrsl­unn­ar.

Marina Litvinenkó, ekkja njósnarans fyrrverandi
Mar­ina Lit­vin­en­kó, ekkja njósn­ar­ans fyrr­ver­andi AFP

Ann­ar þeirra þingmaður í dag

„Aðgerð FSB (rúss­neska leyniþjón­ust­an) um að myrða Lit­vin­en­kó var senni­lega samþykkt af herra (Ni­kolai) Patrus­hev og einnig Pútín for­seta,“ seg­ir í skýrsl­unni. 

Patrus­hev er fyrr­ver­andi yf­ir­maður FSB, sem tók við af sov­ésku leyniþjón­ust­unni KGB. Hann hef­ur gegnt embætti ráðherra ör­ygg­is­mála frá ár­inu 2008.

„Ég er sann­færður um að herra Lugovoi og herra Kovt­un komu pólón­íum-210 fyr­ir í te­könnu á Pin Bar 1. nóv­em­ber 2006,“ seg­ir Owen, sem hafði yf­ir­um­sjón með vinnslu skýrsl­unn­ar.

Anatolí Litvinenkó með móður sinni Marinu.
Anatolí Lit­vin­en­kó með móður sinni Mar­inu. AFP

„Ég er sann­færður að þeir gerðu þetta með það að mark­miði að eitra fyr­ir herra Lit­vin­en­kó.“

Owen seg­ir að jafn­vel áður en vitna­leiðslur  hóf­ust í fyrra þá hafi hann trúað því að sak­ar-ábyrgðin (prima facie case) hafi verið hjá rúss­neska rík­inu.

Lugovoi, sem nú er þingmaður í Rússlandi, lýs­ir niður­stöðum skýrsl­unn­ar um hann sjálf­an sem fá­rán­leg­um.

„Niður­stöður rann­sókn­ar sem voru gerðar op­in­ber­ar í dag staðfesta enn einu sinni andúð Bret­lands í garð Rúss­lands,“ seg­ir Lugovoi í viðtali við rúss­nesku frétta­stof­una In­terfax í dag. Hann seg­ir von­laust að fá Breta til þess að kom­ast að hinu sanna varðandi dauða Lit­vin­en­kós.

Rúss­land hef­ur for­dæmt rann­sókn­ina og tel­ur að hún sé und­ir póli­tísk­um áhrif­um, seg­ir talsmaður for­seta Rúss­lands, Dmi­try Peskov. Hann seg­ir að þetta mál sé ekki eitt af þeim mál­um sem rúss­nesk yf­ir­völd hafi áhuga á.

Marina Litvinenkó, Anatolí Litvinenkó sjást hér koma í dómsmálaráðuneytið í …
Mar­ina Lit­vin­en­kó, Anatolí Lit­vin­en­kó sjást hér koma í dóms­málaráðuneytið í London í morg­un. AFP

Vill láta banna Pútín að koma til Bret­lands

Ekkja Lit­vinekós, Mar­ina, sem lengi hef­ur bar­ist fyr­ir því að rann­sókn yrði gerð á dauða eig­in­manns sín­um, hvet­ur bresk yf­ir­völd til þess að leggja refsiaðgerðir á Rúss­land vegna þessa. Eins að Pútín verði bannað að koma til lands­ins. Son­ur henn­ar, Anatoly, sem var tólf ára þegar faðir hans var myrt­ur, seg­ir í viðtali við BBC að það sé á ábyrgð rík­is­ins að kom­ast að því hver stóð á bak við morðið, hver skipu­lagði það og stýrði.

Ásak­an­ir eru um að einnig hafi verið eitrað fyr­ir Lit­vin­en­kó á bar Milleni­um hót­els­ins en þar drakk hann te­bolla. Þar hafi einnig verið notað sama eit­ur en það er gríðarlega geisla­virkt og ekki hægt að nálg­ast það nema í kjarn­orku­ver­um. 

Í skýrslu Owens kem­ur fram að sú staðreynd að pólón­íum-210 var notað til þess að myrða hann bendi til þess að Lugovoi og Kovt­un hafi verið á veg­um rík­is­ins held­ur en glæpa­sam­taka. 

Mynd tekin 14. september 2004 af Alexander Litvinenkó
Mynd tek­in 14. sept­em­ber 2004 af Al­ex­and­er Lit­vin­en­kó AFP

Kalda stríðið vakn­ar til lífs­ins

Eft­ir að hafa hætt hjá KGB fór Lit­vin­en­kó að starfa sem lausa­maður og vann meðal ann­ars fyr­ir bresku leyniþjón­ust­una, MI5. Hann sakaði Pútín op­in­ber­lega um að hafa fyr­ir­skipað drápið á sér þrem­ur vik­um fyr­ir and­látið 23. nóv­em­ber 2006. Málið vakti gríðarlega at­hygli enda ekki á hverj­um degi sem spennu­saga sem minn­ir á tíma kalda stríðsins ger­ist á 21. öld­inni.

Bresk yf­ir­völd til­kynntu um rann­sókn­ina í júlí 2014, nokkr­um dög­um eft­ir að malasísk farþegaþota var skot­in niður yfir aust­ur­hluta Úkraínu en Rúss­ar voru strax bendlaðir við at­b­urðinn. Álitu ýms­ir að með rann­sókn­inni væru Bret­ar að hefna sín á Rúss­um. 

 Árið 1998 hélt Lit­vin­en­kó ásamt fleiri njósn­ur­um FSB blaðamanna­fund í Moskvu þar sem þeir sökuðu leyniþjón­ust­una um að hafa skipu­lagt morð á  Bor­is Berezovskí, auðjöfri sem studdi Vla­dimír Pútín til valda á sín­um tíma en snér­ist síðar gegn hon­um. Bor­is Berezovskí var einn af fyrstu „ólígörk­un­um“ en hann lagði grunn­inn að viðskipta­veldi sínu þegar hann komst yfir einka­leyfi til að selja Lada-bif­reiðar. 

Hann var síðar ákærður fyr­ir að mis­nota vald sitt og þrátt fyr­ir að hafa verið sýknaður árið 1999 flúði hann Rúss­land, gegn­um Georgíu og Tyrk­land með fölsuðu vega­bréfi. 

Berezovskí fékk síðar hæli í Bretlandi og varð bresk­ur þegn síðar. Eft­ir að hann vingaðist við leiðtoga aðskilnaðarsinna Tsjet­sjen­íu snér­ist hann til íslam og er jarðsett­ur í kirkju­g­arði í London að hætti mús­líma. Kist­an er sér­stak­lega út­bú­in til þess að koma í veg fyr­ir leka á geisla­virk­um efn­um en Berezovskí fannst lát­inn á heim­ili sínu árið 2013.

Í frétt Morg­un­blaðsins eft­ir dauða hans árið 2013 kom fram að skaðlegra efna var leitað á heim­ili hins látna sem skýrt gætu and­látið en við leit­ina var m.a. not­ast við aðstoð sér­fræðinga í geisla­virkni, efna- og sýkla­vopn­um. 

Fljót­lega eft­ir að upp komst um and­látið fór á kreik orðróm­ur um að auðkýf­ing­ur­inn hefði svipt sig lífi sök­um meints þung­lynd­is. Þessu hef­ur Demy­an Ku­dry­vt­sev, einn af vin­um hins látna, hafnað með öllu en haft er eft­ir hon­um í er­lend­um fjöl­miðlum að eng­in um­merki hafi fund­ist um sjálfs­víg. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert