Sakar Obama um að hafa brugðist hermönnum

Sarah Palin segir að stjórn Obama hafi ekki haldið nægjanlega …
Sarah Palin segir að stjórn Obama hafi ekki haldið nægjanlega vel utan um hermenn, en sonur hennar var nýlega handtekinn fyrir heimilisofbeldi. JONATHAN ERNST

Son­ur Söruh Pal­in, Track Pal­in, var á dög­un­um hand­tek­inn fyr­ir heim­il­isof­beldi eft­ir að hafa lent í átök­um við unn­ustu sína. Track Pal­in, sem er fyrr­ver­andi hermaður í Írak, var vopnaður riffli og hótaði því meðal ann­ars að hann myndi skjóta sig.

Unn­usta Pal­ins óskaði eft­ir aðstoð neyðarlín­unn­ar og lýsti því yfir að Pal­in hefði slegið hana í and­litið. Þá lýsti hún því einnig yfir að hann hefði beint byssu að henni og haft í hót­un­um.

Í gær­kvöldi kom Sarah Pal­in, sem er mik­ill stuðnings­maður vopna­eign­ar Banda­ríkja­manna, fram á ræðufundi þar sem hún tjáði sig um málið. Pal­in lýsti ný­lega yfir stuðningi með Don­ald Trump sem sæk­ist eft­ir til­nefn­ingu Re­públi­kana­flokks­ins til for­setafram­boðs. 

„Ég get talað um þetta á per­sónu­leg­um nót­um vegna þess sem son­ur minn, fyrr­ver­andi hermaður sem barðist í stríðinu fyr­ir ykk­ur öll, er að ganga í gegn­um. Son­ur minn, líkt og marg­ir aðrir, kom breytt­ur til baka.“

Pal­in sagði jafn­framt að son­ur henn­ar þjá­ist af áfall­a­streiturösk­un eft­ir dvöl­ina í Írak. Þá sakaði hún stjórn Obama um að bera ekki nægi­lega virðingu fyr­ir her­mönn­um sem snúa aft­ur til Banda­ríkj­anna eft­ir dvöl á víg­vell­in­um.

„Spurn­ing þess­ara her­manna er, veit hann hvað við höf­um gengið í gegn­um? Veit hann hvað við höf­um reynt að gera til að tryggja frelsi Banda­ríkj­anna?“

„Það fær mig til að átta mig á því, meir en nokkru sinni fyrr, hversu mik­il­vægt það er fyr­ir her­menn­ina okk­ar að hafa mann við stjórn­völ­inn sem mun bera virðingu fyr­ir þeim og heiðra þá.“

Brot úr ræðu Pal­in má sjá hér að neðan.

Frétt mbl.is: Son­ur Pal­in hand­tek­inn fyr­ir heim­il­isof­beldi

 

Track Palin elsti sonur Sarah Palin
Track Pal­in elsti son­ur Sarah Pal­in AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka