John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði í dag að samskipti Sádí-Arabíu og Bandaríkjanna væru áfram traust og sterk, jafnvel eftir að viðskiptaþvingunum var aflétt af Íran, sem hefur verið einn helsti keppninautur Sádí-Arabíu til langs tíma.
Kerry var í heimsókn í höfuðborg Sádí-Arabíu, Riyadh, og sagði hann að samband ríkjanna, samvinna og vinasamband væri jafn sterk og alltaf áður.