Stór skjálfti í Miðjarðarhafi

Jarðskjálftinn átti upptök sín austsuðaustur af Gíbraltar.
Jarðskjálftinn átti upptök sín austsuðaustur af Gíbraltar.

Óverulegt tjón virðist hafa orðið af jarðskjálfta upp á 6,1 sem reið yfir í Miðjarðarhafi á milli Spánar og Marokkó í nótt. Annar skjálfti upp á 5,3 fylgdi í kjölfarið. Íbúar á sunnanverðum Spáni og spænskum yfirráðasvæðum í Marokkó fundu jörð skjálfa en engum sögum fer af mannskaða.

Upptök jarðskjálftans voru á litlu dýpi 62 kílómetra norður af marokkósku borginni Al Hoceima og 164 kílómetra austsuðaustur af Gíbraltar. Hann reið yfir kl. 4:22 að staðartíma.

Yfirvöld í Melilla, spænskrar hólmlendu í Marokkó, segja að aðeins hafi orðið eignatjón í jarðskjálftunum og það hafi verið óverulegt. Sprungur hafi komið í hærri byggingar og molnað hafi úr veggjum og svölum sums staðar. Skólum í Melilla var þó haldið lokuðum í dag í öryggisskyni. 

Tæplega 630 manns fórust í Al Hoceima þegar jarðskjálfti upp á 6,3 reið yfir þar í febrúar árið 2004.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert