Allt að 80 þúsund vísað úr landi

Alls sóttu 163 þúsund um hæli í Svíþjóð í fyrra.
Alls sóttu 163 þúsund um hæli í Svíþjóð í fyrra. AFP

Sænsk yfirvöld eru að undirbúa að vísa 80 þúsund hælisleitendum úr landi en þeim hefur verið synjað um hæli í landinu. Þetta er haft eftir innanríkisráðherra Svíþjóðar í þarlendum fjölmiðlum.

Anders Ygeman segir í viðtali við SVT Nyheter mun ríkið leigja þotur til þess að flytja fólkið úr landi. Hann segir að nú sé verið að tala um 60 þúsund manns en talan geti farið upp í 80 þúsund manns. Alls sóttu 163 þúsund manns um hæli í Svíþjóð í fyrra og voru umsóknirnar hvergi fleiri í Evrópu miðað við höfðatölu.

Af þeim 58.800 umsóknum sem afgreiddar voru í fyrra var fallist á 55% þeirra.

Í gær svöruðu grísk stjórnvöld harðri gagnrýni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þar sem Grikkir eru sakaðir um að hafa vanrækt skyldur sínar um að verja ytri landamæri Schengen svæðisins, samkvæmt frétt BBC

Upplýsingafulltrúi grísku ríkisstjórnarinnar, Olga Gerovasili, segir að framkvæmdastjórnin sé að reyna að firra sig ábyrgð og að framkvæmdastjórnin hafi ekki staðið við áætlun sem samþykkt var í fyrra um að létta álaginu á lönd eins og Grikklands sem hefur tekið á móti flestu flótta- og farandfólkinu sem leitar til ríkja ESB. Þar séu nú tugir þúsunda flótta- og förufólks sem komist ekki frá Grikklandi.

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa yfir 46 þúsund flóttamenn komið til Grikklands þar sem af er ári. Yfir 170 hafa hins vegar ekki komist á áfangastað heldur drukknað á flóttanum yfir hafið.

Sænska ríkisútvarpið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert