Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir 861 milljón dala, eða um 113 milljörðum króna, frá þjóðum heims í alþjóðlega mannúðaraðstoð vegna þeirra milljóna manna í Írak sem eiga um sárt að binda vegna stríðs og flutnings frá heimilum sínum.
Ofbeldi, þar meðal stríðið við Ríki íslams, hefur valdið því að 3,3 milljónir Íraka hafa þurft að yfirgefa heimili sín á undanförnum tveimur árum. Á sama tíma hafa um 250 þúsund Sýrlendingar flúið til Íraks undan stríðinu í sínu heimalandi.
„Við viljum nota þessa peninga til að ná til 7,3 milljóna manna. Þetta er fólkið sem býr við erfiðustu aðstæðurnar í Írak,“ sagði Lise Grande, mannúðarfulltrúi Íraks hjá Sameinuðu þjóðunum.
„Við leggjum mesta áherslu á að ná til fólksins sem á í mestu vandræðunum og láta það fá helstu nauðsynjar til að geta lifað af, þar á meðal mat, reiðufé, húsaskól og vatn,“ sagði hún.
Hríðlækkandi olíuverð hefur minnkað tekjurnar af olíu sem Írakar hafa áður getað notað til að fjármagna ýmsa málaflokka. Stjórnvöld í landinu hafa því ekki átt nægt fjármagn til að setja í mannúðaraðstoð.
Talið er að hátt í 13 milljónir Íraka muni þurfa á mannúðaraðstoð að halda í lok þessa árs vegna stríðsátakanna í landinu.
Talið er að um 500 þúsund mann muni flýja heimili sín í Írak á þessu ári.