Mótmæltu réttindum samkynhneigðra

00:00
00:00

Þúsund­ir manna söfnuðust sam­an í Róm í gær til þess að mót­mæla nýju laga­frum­varpi sem viður­kenn­ir sam­kyn­hneigð pör og veit­ir þeim rétt til þess að ætt­leiða. Mót­mæl­end­urn­ir komu frá öllu land­inu til þess að taka þátt í svo­kölluðum „Fjöl­skyldu­degi“ og mátti þar m.a. sjá kaþólska presta dansa „kónga­dans­inn“ sam­kvæmt frétt BBC.Umræða um frum­varpið hófst á ít­alska þing­inu í síðustu viku og mun vera kosið um það í fe­brú­ar. Ítal­ía er síðasta vest­ræna ríkið sem hef­ur ekki viður­kennt sam­kyn­hneigð pör með lög­um.

Mót­mæl­in fóru fram í Circus Max­im­us hring­leika­hús­inu og báru mót­mæl­end­ur skilti sem á stóð m.a. „Það er rangt þó það verði lög­legt.“

„Þessi sam­bönd verða auðveld­lega til en hrynja líka auðveld­lega,“ sagði einn mót­mæl­andi. „Okk­ur finnst fjöl­skyld­an eiga sér mikið gildi og þessi lög geta eyðilagt það.“

Ákvæði í lög­un­um, sem myndi leyfa sam­kyn­hneigðum að ætt­leiða líf­fræðileg börn maka þeirra hef­ur verið sér­tak­lega gagn­rýnt. „Hefðbund­in fjöl­skylda sam­an­stend­ur af karli og konu. Við vilj­um ekki taka þann rétt af börn­um að eiga faðir og móður,“ sagði ann­ar mót­mæl­andi.

Að sögn skipu­leggj­enda mættu um tvær  millj­ón­ir manna á staðinn. Fjöl­miðlar á staðnum hafa þó dregið úr því og sagt að um 300.000 hafi tekið þátt.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka