Vill hægja á straumi flóttafólks til Þýskalands

Marx kardínáli.
Marx kardínáli. AFP

„Þýskaland getur ekki tekið á móti öllu heimsins nauðþurfta fólki,“ sagði Richard Marx, kardínáli og formaður biskuparáðs Þýskalands, í viðtali við þýskt dagblað. Hann sagði kirkjuna kalla eftir því að flóttafólki í landinu fækkaði.

Viðbrögðin við flóttamannavandanum þyrftu ekki einungis að byggjast á ölmusu heldur einnig á skynsemi. Marx lýsti áhyggjum af aukinni útlendingaandúð í Þýskalandi.

Til dæmis nefndi hann tillögur AfD flokksins, sem er langt til hægri í þýskum stjórnmálum, að lögregla ætti að mega „ef þörf krefur“ hóta að skjóta flóttafólk á leið inn í landið.

Slíkan málflutning sagði hann „óásættanlegan,“ og bætti við: „Því miður hefur alltaf verið ákveðinn jarðvegur fyrir öfga hægristefnu og kynþáttahatur í Þýskalandi. Þessi hugmyndafræði virðist því miður hafa fest sig enn frekar í sessi.“ Þó sorglegt sé segir hann lítilsvirðingu í garð útlendinga hafa náð til efri stétta samfélagsins.

Fjölmennt var á fundi Pegida hreyfingarinnar í dag í mörgum …
Fjölmennt var á fundi Pegida hreyfingarinnar í dag í mörgum evrópskum borgum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert