Sangin sögð riða til falls

Afganskur lögreglumaður í Helmand héraði.
Afganskur lögreglumaður í Helmand héraði. AFP

Her­for­ingi af­ganska hers­ins í Sang­in í Helmand-héraði í Af­gan­ist­an sagði breska rík­is­út­varp­inu BBC að borg­in væri nær al­veg und­ir valdi Talib­ana og stjórn­ar­her­inn héldi aðeins eft­ir  litl­um skika. Hann seg­ir vist­ir hers­ins á þrot­um og tímaspurs­mál hvenær Taliban­ar nái fullu valdi í borg­inni.

Taliban­ar hafa haft mik­il um­svif í Helmand-héraði und­an­farið og í des­em­ber bár­ust fregn­ir um að þeir stjórnuðu í raun meiri­hluta þess. Af­ganski her­inn sendi liðsauka á staðinn en það virðist ekki hafa dugað ef marka má heim­ilda­mann BBC.

Eng­inn liðsauki hef­ur borist herliðinu í Sang­in dög­um sam­an og vist­ir þess eru á þrot­um. Varðstöðvar hers­ins sæta tíðum árás­um og mann­fallið er stöðugt. Bækistöð kölluð „Sa­hra Yak“ féll í vik­unni. Átta her­menn féllu, níu voru tekn­ir til fanga og vist­ir og vopn stöðvar­inn­ar féllu í hend­ur Talib­ana. „Tvær aðrar bækistöðvar sæta sömu ógn. Ef þeim berst ekki næg­ur stuðning­ur hljóta þær sömu ör­lög,“ sagði her­for­ing­inn.

Hann seg­ir yf­ir­menn hers­ins vel meðvitaða um stöðuna í héraðinu en alþjóðlegt herlið hef­ur dreg­ist inn í bar­átt­una um Helmand á ný und­an­farið. Banda­rísk­ur land­gönguliði féll og tveir særðust þar í síðasta mánuði þar sem þeir börðust við hlið af­ganskra her­manna.

Heim­ildamaður­inn seg­ist vel meðvitaður um að það að tjá sig um þetta við fjöl­miðla sé glæp­ur fyr­ir mann í hans stöðu en hann sé til þess neydd­ur, staðan sé það al­var­leg. Vara­rík­is­stjóri Helmand-héraðs var rek­inn ný­verið fyr­ir svipaðar sak­ir. Hann birti opið bréf sitt til for­seta lands­ins á Face­book þar sem hann kvartaði yfir svipuðum aðstæðum og nú í Sang­in. Her­inn og lög­regl­an væru um­kringd Tali­bön­um og birgðir þeirra væru á þrot­um á meðan rík­is­stjórn­in sæti hjá.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert