Helsta skotmark hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams er franski þjóðernisflokkurinn Front National. Það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær næst verði ráðist til atlögu í Frakklandi.
Í nýjustu útgáfu áróðursrits Ríki íslams, Dar al Islam, er að finna mynd af göngu félaga Front National undir fyrirsögninni: „Helsta skotmarkið“.
„Spurningin er ekki hvort ráðist verður á Frakkland aftur heldur hvernig verður ráðist á það og hvernig,“ segir í Dar al Islam, samkvæmt frétt The Local.
Franskur sérfræðingur í málefnum íslamista, sagnfræðingurinn Romain Caillet, birti þetta einnig á Twitter um helgina en hann er mjög virkur á samfélagsmiðlunum og fylgist grannt með starfsemi Daesh (Ríkis íslams). Í fyrsta skipti eru félagar í Front National nefndir sem skotmark í opinberum gögnum frá hryðjuverkasamtökunum.
Pour la 1e fois, les manifestations du FN sont présentées comme des cibles dans un document officiel de l'#EI. pic.twitter.com/ppn9suwqK2
— Romain Caillet (@RomainCaillet) February 6, 2016
Félagar í Front National hafa brugðist hart við þessum fréttum, þar á meðal varaformaður flokksins Nicolas Bay. Hann sendi fréttina í Twitterfærslu til Manuel Valls, forsætisráðherra og spyr hvort Valls sé sáttur.
Valls gagnrýndi FN harkalega í viðtali við Europe 1 nýverið og sagði flokksmenn rasista og gyðingahatara.
Að vísu bendir Caillet á að svo geti verið að merkingin sé önnur. Að félagar í Ríki íslams séu ósáttir og þreyttir á óábyrgum slagorðum þingmanna sósíalista sem segja að það að kjósa FN sé það sama og greiða Ríki íslams atkvæði í héraðskosningum. Þingmaðurinn segir að FN sé að sundra íbúum Frakklands sem sé sama takmark og Ríki íslams hefur.
Le slogan irresponsable "Voter FN, c'est voter Daesh" a peut-être agacé les jihadistes et provoqué ces menaces dans le magazine de l'#EI
— Romain Caillet (@RomainCaillet) February 7, 2016
Í desember birti Dar al Islam ábendingu til múslíma sem eiga börn í frönskum skólum um að þau ættu að taka börn sín úr skólum landsins og drepa kennara sem fylgi veraldarhyggjustefnu Frakka.
Sortie du 8e numéro de Dar al-Islam, magazine en langue française de l'#EI. pic.twitter.com/qlJ7NUNA7u
— Romain Caillet (@RomainCaillet) February 6, 2016